Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Side 25
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS24
skurðirnir voru 1 m á breidd og á bilinu 1 til 2,2 m að lengd. Í öllum
skurðunum fundust ummerki um öskuhauga en umfangsmestu leifarnar
voru í skurðum 1-3. Mannvistarlög í skurðunum skiptust alls staðar í 2-6
lög og í flestum tilfellum voru öll lögin undir yfirborði ruslalög af einhverju
tagi. Engin ummerki um gjósku fundust í skurðunum og ekki var hægt að
aldursgreina mannvistarlögin nánar en til þess tímaskeiðs þegar Þorpið var
við lýði 1907-1943.
Uppgröfturinn leiddi í ljós meira en 5000 gripi (fyrir utan gjall) og
tæplega 1200 brot af dýrabeinum. Greining gripa var í höndum höfunda en
Rúnar Leifsson greindi dýrabein. Hér verður stiklað á stóru um fundarsafnið
en nánari upplýsingar um uppgröftinn og úrvinnslu hans er að finna í
uppgraftarskýrslu um verkið.48 Stærstu gripahóparnir voru leirkersbrot (2071
brot), gler (1427 brot) og járnleifar (1177 brot). Efniviður gripasafnsins var
hins vegar mjög fjölbreyttur og fundust m.a. gripir úr margvíslegum öðrum
málmum (s.s. áli, kopar og blýi), lífrænar leifar (s.s. klæði, leður og trégripir)
og hlutir úr tilbúnu efni (s.s. plast, gúmmí og vínill).
Stór hluti af því sem fannst var efniviður bygginga eða innviðir þeirra s.s.
múrsteinar, alls kyns festingar, hlutir sem tengdust lýsingu húsanna og annað
slíkt. Annar áberandi gripahópur tengist neyslu og geymslu matar og drykkja
og sá þriðji var fremur óvenjulegur flokkur en það voru leikföng og aðrir
gripir sem tengdust börnum.
Byggingar
Stór hluti af gripasafninu reyndist byggingaleifar. Talsvert fannst af múr-
steinum sem gætu hafa verið notaðir í skorsteina, gólf eða skolplagnir. Slíkir
steinar fundust í flestum skurðanna (nema skurði 4) og einnig talsvert af
keramikflísum. Brot úr flísum sem líklega hafa verið á gólfi fundust í skurðum
1, 2 og 4 og bogadregnar flísar, mögulega úr skolplögn, komu úr skurði 3.
Flísarnar voru úr venjulegum jarðleir að frátalinni einni flís úr dökkgráum
steinleir sem fannst í skurði 2 (að baki Björnshúsi) en hún var stimpluð
VILLERO[Y] & BOCH MERZ[IG] SAA[R]. Villeroy & Boch sérhæfðu sig
í gólfflísum frá 1852 og svo mikil eftirspurn var eftir flísunum frá þeim að
þeir byggðu nýja verksmiðju í Merzig árið 1879.49
Auk flísa og múrsteina fannst mikið magn af alls kyns járngripum og
var hátt hlutfall alls kyns festingar s.s. naglar, hefti, boltar, hjarir o.frv. Stærsti
einstaki gripahópurinn úr járni voru naglar en 443 slíkir fundust við
48 Gavin Lucas 2013.
49 http://www.porcelainmarksandmore.com/saar/mettlach_1/00.php.