Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 42
41ÞORPIÐ Í VIÐEY
vísbendingar gæfu hugmynd um upprunaland og jafnvel borgir sem gripirnir
komu frá.
Flestir gripanna sem hægt var að greina reyndust leirker og af þeim brotum
sem voru greind komu flest frá Þýskalandi eða fyrrum Þýskalandi (núverandi
Pólland). Aðrir gripir sem fundust frá Þýskalandi voru t.d. skothylki og
ilmvatnsglas og líklega hafa þeir fjölmörgu kolamolar sem fundust einnig
komið þaðan ásamt einhverjum af brúðuhausunum. Talsvert af leirkerum
kom einnig frá Englandi og Svíþjóð. Frá París fannst fingurbjörg úr málmi,
frá Sviss vasaúr og frá Kaupmannahöfn lyfjaglas. Einu gripirnir sem reyndust
utan Evrópu voru japanskt postulín og þrír gripir frá Ameríku: Annars vegar
leikfangabíll frá Ohio og hins vegar tvær flöskur frá New York, önnur undan
viskíi og hin undan munnskoli. Eini gripurinn sem fannst og hafði klárlega
innihaldið íslenska framleiðslu var flaska af gosi sem hafði verið átöppuð í
verksmiðju Sanitas á Seltjarnarnesi. Ekki er þó ólíklegt að sjálf flaskan hafi
verið gerð erlendis og flutt inn til átöppunar.
Þegar uppruni gripa úr Þorpinu er skoðaður í samhengi við þekktar
innflutningstölur til Íslands á sama skeiði má sjá að myndin er talsvert
frábrugðin (sjá töflu hér að ofan um innflutning til Íslands). Af tölunum má
sjá að Danmörk og Bretland voru langstærstu innflutningsaðilar á skeiðinu
en aðeins fannst einn staðfestur gripur frá hvoru landi í uppgraftarsafninu.
Innflutningur frá Þýskalandi virðist hins vegar samkvæmt tölunum aðeins hafa
verið léttvægur á landsvísu. Mögulegt er að einhver skekkja sé í fundarsafninu
sem ýki vægi þýskra gripa en ólíklegt er að það skýri þennan mun að fullu.
Miklu líklegra er að greining gripa nái einfaldlega aftar í framleiðslukeðjuna
heldur en strípaðar innflutningstölur, þ.e. að þó að hátt hlutfall innfluttra gripa
hafi verið framleitt í Þýskalandi hafi þeir ekki verið fluttir þaðan beint heldur
í gegnum Danmörku. Það sem vantar í myndina er þá hlutverk Danmerkur
sem kaupanda og flytjanda þýskrar vöru. Dæmi um það eru kolin í Viðey sem
1906–
1910
1911–
1915
1916–
1920
1921–
1925
1926–
1930
1931–
1935
1936–
1940
1941–
1945
Danmörk 52,5 40,4 32,5 37,5 31,0 23,7 14,6 0,1
Þýskaland 3,1 8,2 0,9 5,5 13,1 14,0 16,6 0,0
Bretland 29,4 33,7 29,7 31,6 28,5 30,2 30,7 36,5
Bandaríkin – 1,5 22,5 4,0 2,6 1,9 6,8 49,6
Tafla sem sýnir þau lönd sem fluttu mest inn til Íslands fram eftir 20. öld.