Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Qupperneq 56
55TVÆR KINGUR FRÁ VÍKINGAÖLD
sína heittelskuðu. Einnig eru krossinn á peningnum og eðalmálmurinn,
silfrið, túlkuð sem táknræn fyrir mót heiðni og kristni, eða með öðrum
orðum að þessi gerð af kingum sé dæmigerð fyrir það tímabil. Sú tilgáta, sem
byggir alfarið á ritheimildum, að kirkjan sem var reist á Bjarnastöðum hafi
verið meðal þeirra fyrstu á Íslandi, fellur vel að slíkri túlkun. Fundarstaður
kingunnar gæti bent til þess að hún hafi upprunalega verið haugfé í gröf.
Fjöldi engilsaxneskra peninga meðal peningafunda í Skandinavíu og við
Eystrasaltið frá seinni hluta tíundu aldar hefur verið skýrður út frá auknum
viðskiptum með peninga, auk þess að vera afleiðing ránsferða og greiðslu
skattgjalds og „heregeld“.23 Eini sjóðurinn sem þekktur er á Íslandi, og í er
fjöldi engilsaxneskra mynta, Gaulverjabæjarsjóðurinn, hefur svipuð einkenni
og sjóðir sem hafa fundist í Noregi. Hann er talinn hafa komið til landsins
í einu lagi,24 það er að segja sem fjársjóður. Peningurinn sem var notaður í
kinguna frá Bjarnastöðum gæti hafa verið hluti af slíkum sjóði.
Kinga frá Reynifellsöldu í Rangárvallasýslu
Í júlí 2003 sýndi Þórður Tómasson, safnvörður Byggðasafnsins í Skógum,
greinarhöfundi grip sem hann hafði fundið 8. júlí sama ár á uppblásnum stað
sem talinn er vera bæjarstæði í Reynifellsöldu, nálægt fjallinu Þríhyrningi
í Rangárvallasýslu (mynd 1). Þetta bæjarstæði ber öll einkenni bæjarstæða
sem þekkt eru á hálendinu, en nokkur slík er að finna í nágrenninu.25 Flestir
voru þessir bæir byggðir strax eftir landnám og fóru fljótt í eyði, annaðhvort
af því að land reyndist óhentugt fyrir búskap eða af annarri óþekktri ástæðu.
Heppnin var með Þórði í þetta sinn þegar hann sá blika á eitthvað á dökku,
uppblásnu yfirborðinu (mynd 4), á stað þar sem margir aðrir höfðu komið á
undan honum, og tók hann upp kingu úr koparblöndu sem var gyllt. Kingan
er nú í safninu í Skógum og hefur safnnúmerið 6634.
Samkvæmt Þórði fannst kingan nálægt stað sem Brynjúlfur Jónsson,
starfsmaður Hins íslenzka fornleifafélags, hafði gefið nafnið Holt (annað
heiti fyrir skóg),26 en hann hafði komið á staðinn árið 1901 með bónda sem
bjó í nágrenninu, í leit að landnámsbænum sem nefndur er í Landnámabók
á þessu svæði.27 Áhugi á fornleifafræði á Íslandi vaknaði í kjölfar vaxandi
þjóðernishyggju í Evrópu á nítjándu öld. Í samræmi við það beindust fyrstu
23 Blackburn & Jonsson 1981, bls. 184.
24 Blackburn & Jonsson 1981, bls. 173-175.
25 Sbr. Guðrún Sveinbjarnardóttir 1982; 1983; 1992.
26 Brynjúlfur Jónsson 1902, bls. 2.
27 Íslenzk fornrit I, bls. 350ff.