Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 58
57TVÆR KINGUR FRÁ VÍKINGAÖLD
gyllingu á milli upphækkananna á skreyttu hliðinni, en þar má sjá vel útfært
dýr sem snýr höfðinu aftur, skrokkurinn er u.þ.b. S-laga, gott dæmi um dýr
í Jalangursstíl, en sá skreytistíll var við lýði frá c. 900 til 975.30 Dýrið, sem
einkennir skreytistílinn, hefur möndlulaga auga sem horfir fram, kúlulaga
snoppu, bandlaga bol með tvöfalda útlínu og þvergárur, eða þéttan skáskurð.
Það hniprar sig saman á afturpartinum og þvert á ökkla framfótarins liggur
eitthvað sem líkist armbandi. Teygð tungan fléttast yfir líkamann og undir
afturfót. Bakhlið kingunnar er ekki skreytt.
Samanburðarefni
Tvær aðrar kingur í þessum sama Jalangursstíl eru til á Íslandi. Báðar fundust
þær í kumlum, önnur í Granagiljum í Skaftártunguhreppi (Þjms. 5218)
(mynd 6a),31 hin er mjög skemmd, en er líklega af sömu gerð, frá Vatnsdal
í Barðastrandarsýslu (Þjms. 1964:125).32 Báðar eru þessar kingur steyptar
og með gegnskornum dýrsmyndum. Lykkjan á þeirri frá Granagiljum er
30 Graham-Campbell 2013, bls. 9.
31 Kristján Eldjárn 2000, bls. 250, mynd 136, bls. 380, myndir 287 og 288, bls. 441, mynd 368.
32 Kristján Eldjárn 2000, bls. 117.
Mynd 5. Báðar hliðar kingu frá Reynifellsöldu Ljósmynd: Ívar Brynjólfsson/Þjóðminjasafn Íslands.