Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 59
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS58
jafnbreið ræma sem á eru grópir, en sú frá Reynifellsöldu er steypt í einu
lagi og ekki gegnskorin, og hefur lykkju sem víkkar út frá brún kingunnar.
Dýrin á kingunum frá Reynifellsöldu og Granagiljum eru svipuð að lögun,
bolurinn með þvergárum, en útfærslan er svolítið mismunandi sem sýnir að
þessar kingur geta ekki verið úr sama móti.
Svipaðar kingur hafa fundist í Skandinavíu, þó ekki í Danmörku.33
Petersen nefnir þrjár í Noregi. Sú sem er líkust þeirri frá Reynifellsöldu er
frá Nomeland, Valle, Austur Ögðum (mynd 6b).34 Önnur kinga, frá Skemo,
Gjerstad, Austur Ögðum líkist þeirri frá Reynifellsöldu að því leyti að hún er
ekki gegnskorin, en búkur dýrsins hefur innri útlínu sem fylgir lögun þess í
stað þvergáranna á bolnum (mynd 6c).35 Þetta er eina kingan af þessari gerð
sem vitað er um í Noregi.36 Þrjár kingur hafa fundist í grafreitnum í Birka
í Svíþjóð, tvær með lykkjum sem víkka út frá brúninni, eins og á þeirri frá
33 Capelle 1968, kort 22.
34 Petersen 1928, bls. 137, mynd 155.
35 Petersen 1928, mynd 154.
36 Callmer 1989, bls. 23.
Mynd 6. (a) Þjms 5218 frá Granagiljum (úr Kristján Eldjárn 2000); (b) P155 frá
Nome land, Valle, Austur Ögðum (úr Petersen 1928); (c) P154 frá Skemo, Gjerstad,
Austur Ögðum (úr Petersen 1928); (d) 10604 frá York (birt með leyfi York Archaeological
Trust).