Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Side 60
59TVÆR KINGUR FRÁ VÍKINGAÖLD
Reynifellsöldu, og ein með lykkju sem er jafnbreið ræma, eins og á þeirri
frá Granagiljum.37 Fyrri gerðin er algengari í vesturhluta Skandinavíu, en sú
síðari í austurhlutanum.38 Báðar gerðir hafa fundist á Íslandi. Það að þessi
tegund af kingu er útfærð á mismunandi hátt bendir til þess að þær hafi verið
framleiddar á mörgum stöðum. Sú tegund sem kingan frá Reynifellsöldu
tilheyrir er talin vera frá tímabilinu frá miðri til seinni hluta tíundu aldar.
Niðurstaða rannsóknar á skrautgripum frá víkingaöld á Íslandi, aðallega úr
heiðnum gröfum, var sú að kingur úr koparblöndu væri eingöngu að finna
í gröfum karla.39 Sænska rannsóknin sem fyrr var nefnd sýndi hins vegar að
silfurpeningar í kingu stað fundust fyrst og fremst í silfursjóðum og gröfum
kvenna.40
Þess má geta að kringlóttar nælur með svipuðu mótífi og á kingunni frá
Reynifellsöldu hafa fundist í Englandi, til dæmis tvær gerðar úr pjátri í York,
en það hefur leitt til þeirrar tilgátu að þær hafi verið gerðar á staðnum.41
Nokkrar hafa einnig fundist á öðrum stöðum í Englandi, til dæmis í Norfolk.42
Sú tíska að bera kingu virðist ekki hafa borist frá Skandinavíu til Englands, en
mótífið á þeirri sem hér um ræðir var yfirfært á kringlóttu næluna,43 þó að
útfærslan hafi verið öðruvísi og frekar gróf (mynd 6d).
Umræða
Kingurnar tvær, sem hér er fjallað um, fundust af tilviljun á stöðum þar
sem talið var að búið hefði verið. Þær eru mikilvæg viðbót við hið litla
safn gripa frá víkingaöld sem varðveist hafa á Íslandi, en flestir þeirra hafa
hingað til fundist í heiðnum gröfum. Skyldleiki þeirra við sams konar gripi
í Skandinavíu minnir okkur enn á það hversu nátengd efnismenning hinna
norrænu þjóða var á þessum tíma. Hvoruga kinguna er hægt að telja meðal
háþróaðasta handverks sem framleitt var í Skandinavíu á víkingaöld. Báðar
tilheyra þær tiltölulega litlum hópi skrautgripa sem ekki virðast hafa þjónað
neinum hagnýtum tilgangi, heldur voru alfarið notaðir sem skraut, og e.t.v.
einnig af trúarlegum ástæðum.
Peningurinn frá Bjarnastöðum kom fram löngu eftir að hann fannst og er
37 Callmer 1989, bls. 23 og Abb.3:6, 3:7 og 3:8.
38 Callmer 1989, bls. 23.
39 Hayeur Smith 2004, bls. 69.
40 Eriksson 2002, bls. 7.
41 Graham-Campbell 1980, bls. 38-39; Mainman & Rogers 2000, bls. 2571-2572.
42 Margeson 1997, bls. 24.
43 Hall 1994, bls. 111.