Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 71
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS70
við hæfi að kaþólsk miðaldabrík viki fyrir minningarmarki um þau. Það gæti
þó mælt gegn því að predikunarstóllinn hafi verið ætlaður til að vera yfir
altarinu að á honum stendur að þau Daði og Arnfríður hvíli „hér undir“.22
Algengt var að fyrirfólk væri grafið í kirkjum og að minningartöflum um það
væri komið fyrir á hliðarveggjum kirkna eða nálægt gröfum þess.23 Fremur
virðist hæpið að þessum lúthersku hjónum hafi verið valið leg undir altari
kirkjunnar líkt og dýrlingum í kaþólskum sið. Þó gæti verið að þau, a.m.k.
Daði, hafi verið grafin í kór kirkjunnar og gæti þá áletrunin í sjálfri sér skýrt
satt og rétt frá jafnvel þótt hún væri skilin nokkuð bókstaflega. Þess ber þó að
gæta að einmitt í Bæjarkirkju á Rauðasandi var minningartafla yfir altarinu
um dóttur og tengdason Eggerts á Skarði, þau Björn Gíslason (1650-1679)
og Guðrúnu (1637-1724).24 Minningarmörkin á úthlið vængjanna á Skarðs-
stólnum mæla því ekki í sjálfu sér ekki gegn því að hann hafi verið yfir
altarinu.
Það sem hér hefur verið tíundað bendir þó eindregið til að meginform
Skarðs-stólsins verði að skýra með öðrum hætti en að hann hafi verið
staðsettur á altarinu. Berast böndin þá strax að stólnum frá Bræðratungu sem
nú er varðveittur í Þjóðminjasafni.
Bræðratungu-stóllinn
Predikunarstóllinn frá Bræðratungu ber nú glögg merki um tímans tönn og
er skreyting hans t.d. mjög máð. Það sem tengir stólana tvo saman eru, eins
og fram er komið, fjögur spor eða úrfellingar á köntum framhliðar stólsins.
Samvæmt (gamalli) mælingu minni eru þau 4 sm löng á vinstra kanti en 4,5
sm á þeim hægri. Standast þau vel á að neðan og sæmilega að ofan. Liggur
beint við að túlka þau sem lamaför og að vængir hafi hangið á lömunum
og er svo m.a. gert í skrám Þjóðminjasafns.25 Hefur stóllinn þá hvað þetta
sérkennilega atriði áhrærir verið hliðstæða predikunarstólsins á Skarði. Líklega
segir síðast af þessum vængjum í lýsingu Steingríms Jónssonar (1769–1845)
biskups við vísitasíu 1829 og voru þeir þá yfir kórdyrum ásamt vængjum af
(stórri) altarisbrík sem nú var í þils stað bak við altarið og ónothæf til annars
„vegna farfaleysis“.26 Predikunarstóllinn var þá á hefðbundum stað í kórþili
22 Þór Magnússon 2010, bls. 171.
23 Þóra Kristjánsdóttir 2004, bls 263.
24 Þóra Kristjánsdóttir 2004, bls. 263, 266 (mynd).
25 Þjms 6274. Þjóðminjasafn Íslands. Munasafn. Þór Magnússon 2002, bls. 36, 37 (myndtexti).
26 Torfastaðir í Biskupstungum AA/5. Kirkjustóll Bræðratungu 1766-1833. Kirkjustóll
Bræðratungukirkju 17. ágúst 1829.