Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 74
73TVEIR KOSTULEGIR PREDIKUNARSTÓLAR
myndaleysinu en skapar ákveðin vandamál. Hafi þessi verið raunin verður að
gera ráð fyrir að stóllinn hafi verið færður af upprunalegum stað og honum
komið fyrir yfir altarinu og þá líklega vegna þeirrar „tísku“ sem hér tók að
gera vart við sig með Viðeyjarkirkju seint á 18. öld. Vængirnir hafa þá líklega
verið síðari tíma viðbót.Vandséð er þó hvers vegna suðurhliðin var ekki
máluð við svo viðamikla breytingu á stólnum. Öll stangast þessi tilgáta þó á
við það sem heimildir segja um stólinn og staðsetningu hans (sjá síðar).
Óyggjandi er að Gísli Hákonarson (1583–1631) lögmaður og einn
helsti höfðingi landsins á sinni tíð hafi gefið kirkjunni stólinn en hann bjó
í Bræðratungu frá því laust fyrir 1620.35 Kann að vera að hann hafi verið
settur upp í aðdraganda mikilfenglegs brúðkaups Kristínar dóttur Gísla 1630
sem getið verður hér á eftir.36 Hefur stóllinn þá verið kominn í kirkjuna um
tveimur ára tugum áður en Skarðskirkja eignaðist sinn predikunarstól. Verður
því að líta svo á að Bræðratungu-stóllinn sé „fyrirmynd“ hans sé á annað
borð skyldleiki milli stólanna tveggja eins og hér verður haldið fram. Þá er
talið vafalaust að Björn „málari“ Grímsson (um 1575–1635) sýslumaður hafi
málað stólinn og jafnframt altari (Þjms. 6716) frá sama tíma en hann mun
hafa fengið tilsögn í málaralist í Hamborg upp úr 1597.37 Eru þetta elstu
verkin sem mögulegt er að eigna nafngreindum íslenskum listamanni en
jafnframt einu verk hans sem nú eru þekkt ef frá eru taldar lýsingar í tveimur
Jónsbókar-handritum.38
Er þá að því komið að glíma við staðsetningu stólsins í Bræðratungukirkju.
Í ágúst 1644 vísiteraði Brynjólfur Sveinsson (1605–1675) kirkjuna.39 Í lýsingu
sinni á henni segir hann:
35 Þjms 6274. Þjóðminjasafn Íslands. Munasafn. Þór Magnússon 2002, bls. 37. Gísli lögmaður var einn
helsti auð- og valdamaður landsins. Jón Halldórsson (1665–1736) í Hítardal lýsir honum svo: „Hann
var á þeim tímum hinn mesti höfðingi hér á landi af öllum veraldlegum mönnum. Bar hann þar til
hið fríðasta og fyrirmannlegasta álit og persónu, vitsmuni, ríflundað geð og aðrar gáfur, sem einn
höfðingja prýddu, hélt sig ríkmannlega, þó upp á góða lands vísu vora, var jafnan í stórri gúnst
hjá höfuðsmönnum og danska yfirvaldinu hér á landi og hélt sinni virðingu til dauðadags“. Jón
Halldórsson 1911–1915, bls 104. Bogi Benediktsson (1771–1849) lýsir honum svo: „Gísli lögmaður
var ríklundaður, örlátur, vinsæll, höfðingi mikill, djarfmæltur, einarður og stundaði réttvísi“. Bogi
Benediktsson 1909–1915, bls. 279. Páll Eggert Ólason 1949, bls. 56.
36 Þóra Kristjánsdóttir 2004, bls. 265–266. Þóra Kristjánsdóttir 2005, bls. 46–49.
37 Björn Th. Björnsson 1964, bls. 7–8. Þóra Kristjánsdóttir 2000, bls. 203 (myndtexti), 211. Þóra
Kristjánsdóttir 2004, bls. 265. Þóra Kristjánsdóttir 2005, bls. 44–49. Þór Magnússon 2002, bls. 37.
Páll Eggert Ólason 1948, bls. 215–216. Kristján Eldjárn (1994, þáttur 50) telur málarann íslenskan
og ekki viðvaning í listinni en nafngreinir hann ekki.
38 Þóra Kristjánsdóttir 2004, bls. 265–266. Þóra Kristjánsdóttir 2005, bls. 44–46, 49.
39 Í Kirkjum Íslands segir (ranglega) að vísitasían hafi farið fram 1677. Þór Magnússon 2002, bls. 37.