Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 77
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS76
vegar af löngun lögmannsins til að gera kapellu sína sem myndarlegast úr
garði. Hvorugt þetta skýrir þó þá staðreynd að suðurhlið stólsins er ómáluð
enda er það ekki sérstakt viðfangsefni í þessari grein.
Tengsl stólanna tveggja
Er þá að því komið að benda á hugsanleg söguleg tengsl milli stólanna tveggja
og skýra þar með líkleg áhrif Bræðratungu-stólsins á predikunarstólinn á
Skarði. Varðandi skyldleika stólanna að öðru leyti en hvað vængina áhrærir
ber þess þó fyrst að geta að þeir eru báðir ferhyrndir.48 Þar með er þeir
kassalagaðri en flestir aðrir gamlir predikunarstólar hérlendir sem hafa
almennt fimm eða sjö skreyttar hliðar.49 Báðir eru stólarnir opnir að aftan.50
Báðir eru að mestu ómálaðir að innan. Þá eru þeir áþekkir að stærð.51 Á
báðum stólum eru myndirnar á spjöldum sem felldar eru í umgjörð. Helsti
munurinn er að umgjörðin er fyrirferðarmeiri í Bræðratungu-stólnum og
skipir hún myndfleti framhliðarinnar í fjóra reiti eins og fram er komið. Verða
stólarnir þar með sjónrænt séð nokkuð ólíkir og á það einkum við eftir að
Bræðratungu-stóllinn var vængstýfður.
Eggert Björnsson á Skarði, gefandi Skarðs-stólsins, var í uppvexti sínum í
Bræðratungu hjá Gísla Hákonarsyni við laganám og almennt sér til menningar.
Segir Bogi Benediktsson að hann hafi lært þar Jónsbók utanað. Síðar bað faðir
Eggerts, Björn Magnússon „prúða“ (d. 1635) sýslumaður í Bæ á Rauðasandi,
Kristínar (1610–1694) eldri dóttur Gísla og var samið um ráðahaginn. Þegar
þeir feðgar ári síðar voru komnir áleiðis til brúðkaupsins leitaði Þorlákur
Skúlason (1597–1656) Hólabiskup sama ráðahags og þótti Gísla „ilt að frávísa
honum“. Brá hann á það ráð að ríða til móts við feðgana. Samdist svo um
milli þeirra að biskupi skyldi ekki synjað stúlkunnar. Fékk hann Kristínar og
sátu feðgarnir brúðkaup þeirra haustið 1630. Var það talið ríkmannlegasta
brúðkaup er haldið var á landinu um það leyti. Gísli hét Eggerti hins vegar
yngri dóttur sinni, Valgerði (d. 1702), er hún yrði gjafvaxta og voru þau gefin
48 Þór Magnússon 2002, bls. 36. Þór Magnússon 2010, bls. 171.
49 Þóra Kristjánsdóttir 2004, bls. 264.
50 Matthías Þórðarson taldi að hurð hefði upphaflega verið fyrir Bræðratungu-stólnum en engin
merki sjást eftir hana. Þjms 6274. Þjóðminjasafn Íslands. Munasafn. Þór Magnússon 2002, bls. 36.
51 Tæpum 8 sm munar á heildarhæð stólanna (Skarðs-stóllinn er 114 sm en Bræðratungu-stóllinn
121,7 sm). Báðir eru stólarnir með breiðum listum að neðan og Skarðs-stóllinn einnig að ofan
(11 sm að breidd). Bræðratungu-stóllinn er aftur á móti með ábúðarmeira „toppstykki“ (22 sm að
breidd). Tæpum 7 sm munar einnig á mestu breidd (að ofan) og er Skarðs-stóllinn breiðari, 97 sm.
Verður hann þar með kassalagaðri í heild. Byggt á eigin mælingum, gömlum.