Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Síða 86
85KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
samanber Skíðastaðabréf frá 1388.11 Kirkjutengd örnefni eru ýmist dregin
af kirkju eða bænhúsi þannig að fólk gæti, á öllum öldum, hafa skilgreint
guðshúsin að einhverju leyti samkvæmt þjónustulegri stöðu, stærð eða hvort
tveggja. Þetta þarf að hafa í huga þegar örnefnin eru skoðuð. Í aldanna rás
hefur ýmislegt breyst.
Í þessari grein er unnið með örnefnin eftir tímabilum út frá því hve lengi
kirkjur stóðu, þannig að kirkju tengd örnefni á jörðum þar sem enn standa
kirkjur eru saman í hóp, jarðir þar sem kirkjur stóðu 1700-1909 standa saman
og jarðir þar sem kirkjur stóðu sennilega 1500-1700, 1300-1500 og fyrir
1300. Skoðað er hvort og hvernig ör nefni tengd tóftum og húsum á 18.
og 20. öld vitnuðu um kirkjur fyrir þann tíma og hvort og hvernig kirkju-
tengd ör nefni finnast á jörðum þar sem ekki eru aðrar heimildir um kirkjur.
Þá er fjallað um kirkju tengd nöfn á nátt úr ulegum fyrir bærum og hvernig
hugsanlega má túlka þau.
Til að kanna áreiðanleika og gildi kirkjutengdra örnefna verður að bera
þau saman við niðurstöður fornleifarannsókna og við skriflegar heimildir.
Hafa þarf fyrirvara á skráðum munnmælum og frásögnum af kennileitum, s.s.
náttúrulegum fyrirbærum (náttúruvættum) með kirkjutengd nöfn. Hér er
unnið með 172 skagfirsk örnefni, sem bendla má við guðshús, grafreiti, kristilegt
atferli, siði og fyrirmyndir. Sum tengjast núverandi og fyrr verandi guðs húsum,
önnur eru lauslegar tengd og í sumum tilvikum er ómögulegt að sjá hvort þau
tengjast kristnihaldi. Og þau finnast bæði á meintum kirkju jörðum og öðrum
jörðum. Örnefn un um má skipta í þrennt: 1) örnefni sem vitna til guðs húsa og
grafreita, 2) önnur kristni halds tengd örnefni og 3) örnefni þar sem náttúruvætti
taka nafn af kristilegri fyrir mynd eins og kirkjum, krossum og fleiru.
Graf 1. Flokkun örnefna sem tengja má við kristnihald.
Sé örnefnunum gróflega skipt samkvæmt áður nefndri flokkun er skiptingin þessi. Dekkri
línan táknar fjölda örnefna á jörðum þar sem enn eru kirkjur og þar sem voru kirkjur, sú ljósari
táknar fjölda allra kirkjutengdra örnefna sem finnast, hvort sem þau eru á jörðum þar sem voru
kirkjur eða á öðrum jörðum.
11 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn III, bls. 426.
Graf 1
64
23
23
67
61
43
0 18 35 53 70 88
Örnefni sem vitna til guðshúsa og grafreita
Messuferða- og kristnihaldstengd örnefni
Náttúruvætti með kristnileg nöfn