Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 90
89KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
Elsta heimild um kirkju á Reynistað er frá 12. öld.15 Þar í landi eru
örnefnin Klausturbrekka, sem minnir á nunnuklaustrið sem þar var frá 1295
til 1552, Kirkjugarður og Kirkjuvöllur þar sem kirkjan stendur, Kirkjubrekka
er þar upp af og Kirkjuklauf. Í landi Geirmundarstaða er Messuklauf og
Messumelur er í Dúkslandi þar sem sóknarbörn úr Sæmundarhlíð fóru um á
leið til messu á Stað. Klausturvöllur sem heitir á Hrauni á Skaga var tengdur
Reynistaðarklaustri, sem átti þriðjung Hraunsjarðarinnar.16
Glaumbæjarkirkja kemur fyrst við sögu á 11. öld.17 Þar í landi er Messuklöpp
og munnmæli tengja Kirkjuveg í Elívogum við Glaumbæjarkirkju.18
Á Víðimýri er Kirkjuvöllur, Kirkjubrekka og Kirkjugötur eru á Víðimýrarás
í landi Kirkjuhóls, eyðibýlis í Víðimýrarlandi og dró sennilega nafn af
Víðimýrarkirkju. Kirkjuvað heitir á Húseyjarkvísl þar sem kirkjugestir af
Hólmabæjum fóru um á leið til Víðimýrar.19
Á Mælifelli eru örnefnin Kirkjugarði (svo skráð), Kirkjubrekka og
Kirkjudagslátta.20
Uppi í fjalli fyrir ofan Silfrastaði er klettur sem kallast Kirkja (Kerling)21.
Elsta heimild um Miklabæjarkirkju er frá 1234.22 Þar heitir Kirkjuvöllur.
Kross er eyðibýli þar í landi. Prestvík og Prestreki í Kelduvík á Skaga eru kennd
við Miklabæjarkirkja sem átti þar hlunnindaítök.23
Flugumýrarkirkju er getið 1253.24 Þar heitir Prestsbrú, jarðbrú þar sem
heimreiðin lá suður af bænum.25
Kirkjan á Hofsstöðum er nefnd á 15. öld.26 Þar heita Kirkjuvöllur og
Kirkjuholt.27
Á Ríp eru Kirkjuhvammur, Kirkjuklappir, Orgelklöpp og Kirkjulind skammt
frá kirkjunni og Kirkjugötur í Kárastaðalandi, sem liggja um Messudal, liggja
til Rípurkirkju.
15 Sturlunga saga I, bls. 142.
16 ÖStÁM – Reynistaður og Geitagerði, bls. 1-2; Geirmundarstaðir – Dúkur – Varmaland, bls. 2, 3, 8; Hraun,
Rögnvaldur Steinsson skráði, bls. 2.
17 Íslendingasögur og þættir II, bls. 1109.
18 ÖStÁM – Elivogar, bls. 2.
19 Byggðasaga Skagafjarðar II, bls. 401; ÖStÁM - Langamýri og Krossanes, bls. 2. Víðimýri. Athugasemdir og
viðbætur, bls. 1. Kirkjuhóll er eyðibýli í landi Víðimýrar.
20 ÖStÁM – Mælifell. Örnefnaskrá (2) (óársett). Margeir Jónsson skráði.
21 ÖStÁM – Silfrastaðir, bls. 2.
22 Sturlunga saga II, bls. 369-370.
23 ÖStÁM – Miklibær í Blönduhlíð, bls. 1-2; Kelduvík, bls. 2.
24 Sturlunga saga II, bls. 482.
25 ÖStÁM – Flugumýri, bls. 1.
26 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn IV, bls. 381; DI V, bls. 360.
27 ÖStÁM – Hofsstaðir og Hofsstaðasel, bls. 1.