Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 91
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS90
Viðvíkurkirkja kemur fyrst við sögu 1189 og aftur árið 1255.28 Skammt
frá kirkjunni er Kirkjulaut og Prestsvaðshvammur og þar í landi eru Kirkjusteinn
og Djáknasteinn. Messumelur í landi Garðakots gæti tengst Viðvíkurkirkju.29
Á Hólum er sagt að kirkja hafi verið reist árið 1050.30 Þar í landi eru
örnefnin Klukkuhóll, Klukkumelur og Altari.31 Biskupslaug á Reykjum er sögð
tengjast baðferðum Hólabiskupa þangað.
Árið 1525 er talað um bænhús með kirkjugarði í Gröf en 1687-1715
er talað um hálfkirkju og aftur bænhús 1765 þegar það var lagt niður.32
Bænhúsið, sem var endurbyggt 1953, stendur á Bænhúsvelli á sama stað og
með sama formi og gömul garðabrot sýndu.33 Kirkjugarður er eina skráða
örnefnið í landi Hofs, sem dregur nafn af kirkjunni, en Tíðalág heitir þar í
landi sem kirkjugötur liggja til Hofs um Hofsskóg ofan við Þönglaskálaflóa
og Messuvegur liggur til Hofs um svokallaða Skóga í landi Nýlendis.34
Eina skráða örnefnið sem vísar til kirkju á Felli er Kirkjugarður.35
28 Sturlunga saga I, bls. 138; Sturlunga saga II, bls. 197, 206.
29 Byggðasaga Skagafjarðar V, bls. 339; ÖStÁM – Viðvík, bls.1-2; Garðakot, bls.1.
30 Íslenzk fornrit XV, bls. 203.
31 Brynleifur Tobíasson 1943, bls. 234-5.
32 Lovsamling for Island, 3. bindi, bls. 526.
33 ÖStÁM - Gröf á Höfðaströnd og Grafargerði.
34 ÖStÁM - Bær á Höfðaströnd, bls. 3; Hof, bls. 4; Nýlendi, bls. 2.
35 ÖStÁM - Fell í Sléttuhlíð, bls. 1.
Biskupslaug á Reykjum í Hjaltadal. Örnefnið er sagt draga nafn af baðferðum biskupa þangað fyrr á öldum.
Ljósmynd: Sigríður Sigurðardóttir.