Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 93
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS92
Örnefni tengd kirkjum sem voru lagðar niður 1700-1909
Fimmtán kirkjur voru lagðar niður á þessu tímabili. Kirkjur í Vík,
Geldingaholti, á Stóru-Seylu, Lýtingsstöðum, Víðivöllum, Stóru-Ökrum,
Djúpadal og Ási voru lagðar niður á 18. öld en kirkjur á Fagranesi, Miklabæ
(í Óslandshlíð), Höfða og Stóra-Holti á tímabilinu 1891-1909.
Árið 1254 var kirkja vígð á Fagranesi,38 sennilega ekki sú fyrsta. Hún er
nefnd í 14. og 15. aldar máldögum en var lögð niður 1892.39 Kirkjugarðurinn
er enn greinanlegur og heitir svo. Í fjallinu ofan við bæinn er Gvendarkirkja,
sem er óútskýrt örnefni og Klukkuhnjúkur, þar sem sagt er að ein klukka
Fagraneskirkju, sem fauk, hafi fundist. Prestvöllur heitir á Meyjarlandi þar hirti
Fagranesprestur hey af fyrr á tímum. Kirkjuflös (eða Klukkusker) heitir sker
sem notað var sem mið af sjó í kirkjuna.40
Hálfkirkja var í Vík árið 1713 með þjónustu en kirkjan var lögð niður
1765.41 Elsta heimild um Víkurkirkju er bréf frá 1440.42 Skammt frá bæ heitir
Bænhúsvöllur.43
Í Geldingaholti má greina hringform gamla kirkjugarðsins og þar fyrir
neðan heitir Kirkjutunga.44 Kirkja var í Holti 1255, sem var aftekin 1765 eða
1768.45
Í Stóru-Seylu var bænhús 1713 „og tíðir veittar af prestinum í
Glaumbæ.“46 Ekki er vitað hvenær á 18. öld það var lagt niður. Seylukirkja er
nefnd í Auðunarmáldaga 1318 en elsta heimild um hana er í Sturlungu þegar
bannfærður maður var grafinn þar inn undir kirkjugarðinn 1255.47 Varðveist
hafa örnefnin: Kirkjuhóll og Kirkjuvöllur sem Kirkjuvallarhús tók nafn sitt af.48
Engin örnefni tengjast kirkju og grafreit frá 11. öld sem kom í ljós smáspöl
austur af Kirkjuvelli en Seylukirkja hefur verið færð til um 1100.49 Örnefnið
Þinghústóft er á Kirkjuvelli þar sem yngsta kirkjan stóð og helgast af því að
kirkjuhúsið var notað sem þinghús um tíma.50
38 Sturlunga saga I, bls. 507.
39 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 468; DI III, bls. 174, 562; DI V bls. 250, 330-
331, 361; Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1949, bls. 39.
40 ÖStÁM – Fagranes, bls. 2-3; Meyjarland, bls. 2; Byggðasaga Skagafjarðar I, bls. 228-229.
41 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 70.
42 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn IV, bls. 606.
43 ÖStÁM – Vík og Útvík í Staðarhreppi, bls. 3.
44 Byggðasaga Skagafjarðar II, bls. 328-330; ÖStÁM - Geldingaholt.
45 Sturlunga saga II, bls. 513, 516; Lovsamling for Island, 3. bindi, bls. 526; Sýslu- og sóknalýsingar Hins
íslenzka bókmenntafélags 1839-1873 II , bls. 66.
46 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 90.
47 Sturlunga saga I, bls. 516.
48 ÖStÁM – Stóra-Seyla, bls. 2; Byggðasaga Skagafjarðar II, bls. 307.
49 Guðný Zoëga 2013a, bls. 25.
50 ÖStÁM – Stóra-Seyla, bls. 1. Undir það síðasta var þinghúsinu breytt í hesthús.