Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Qupperneq 94
93KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
Árið 1713 var hálfkirkja á Lýtingsstöðum sem farið var að nota sem
þinghús 1839.51 Lýtingsstaðakirkja er í kirkjumáldögum á 14. og 15. öld.52 Á
Krosshóli þar í túninu stóð smiðja.53
Kirkjan á Víðivöllum var lögð niður 1765.54 Hún er nefnd í máldaga
1318 og hafði alkirkjustöðu til 1590 þegar henni var breytt í hálfkirkju.55
Víðivallakirkja stóð á Kirkjuvelli.56
Kirkjan á Stóru-Ökrum var alkirkja á 14. öld og hálfkirkja 1432 og lögð
niður sem slík 1765.57 Hún stóð á Bænhúsvelli og fjárhús sem voru þar á
vellinum 1925 voru kölluð Bænhús.58
Inni á Dalsdal í landi Djúpadals heitir Altarishvammur,59 sem kann að hafa
dregið nafn af náttúrulegu grjóti með altarisnafni.
Í Ási í Hegranesi stóð kirkja á Bænhúsvelli.60 Áskirkja var með prestsskyldu
á 15. öld og mun síðast hafa verið grafið í garðinn á 19. öld61 en óvíst er hve
lengi var þjónað í kirkjunni.
Kirkja er nefnd á Miklabæ (í Óslandshlíð) 1187-1189 en 1891 var hún
lögð niður.62 Örnefnin Kirkjuvöllur og Messuholt minna á hana.63
Örnefnið Kirkjugarður á Höfða vísar til þess hvar yngsta kirkjan stóð en
hún var lögð niður 1891.64 Rannsókn sýndi að garðurinn var notaður allt frá
11. öld og síðast grafið í hann á 19. öld.65
Kirkjan í Stóra-Holti var nefnd 1318 og var lögð niður 1909.66 Hún stóð
á Kirkjuhóli.67
Fimmtán kirkjutengd örnefni finnast á þessum jörðum og eitt messu ferða-
51 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 129; Sýslu- og sóknalýsingar 1839-1873 II, bls. 76-77.
52 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn II (1893). Bls. 465.
53 ÖStÁM – Lýtingsstaðir, Margeir Jónsson skráði, bls. 1; Rósmundur G. Ingvarsson skráði örnefni á
Lýtingsstöðum árið 2002, og fékk þær upplýsingar að túnið hefði verið sléttað um 1980.
54 Lovsamling for Island 3. bindi, bls. 526.
55 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, bls. 439.
56 ÖStÁM – Víðivellir í Blönduhlíð.
57 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 466; Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbré-
fasafn III, bls. 565; Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn IV, bls. 323; Lovsamling for Island 3.
bindi, bls. 526.
58 ÖStÁM – Stóru-Akrar, Höskuldsstaðir, Miðhús og Brekkukot í Blönduhlíð, bls.1.
59 ÖStÁM – Djúpidalur, Nanna Rögnvaldardóttir skráði, bls. 19.
60 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 64; ÖStÁM – Ás í Hegranesi, bls. 1.
61 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V (1899-1902). Bls. 360; Byggðasaga Skagafjarðar V
(2010), bls. 52.
62 Sturlunga saga I, bls. 136; Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1949, bls. 43.
63 ÖStÁM – Miklibær, bls. 3.
64 Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1949, bls. 9.
65 Guðný Zoëga 2012, bls. 6-11.
66 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 488; Sveinn Níelsson 1950, bls. 261.
67 ÖStÁM – Stóra-Holt í Fljótum.