Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Síða 95
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS94
tengt. Örnefnið Kirkjugarður hefur varðveist á tveimur þeirra. Bæn húsvöllur og
Kirkju völlur kemur jafnoft fyrir, þrisvar sinnum hvort nafn. Önnur guðshús sem
voru lögð niður á þessu tímabili og enginn örnefni tengjast voru í Héraðs dal, á
Haf gríms stöðum og í Málmey.68 Guðshúsin á Sjávarborg og í Gröf, sem talin
eru með núverandi kirkjum, voru lögð niður á 18. og 19. öld, en endurvígð
á 20. öld. Forn leifar á tveimur jörðum í þessum hópi, Stóru-Seylu og Höfða,
hafa verið kannaðar og aldursgreindar og voru guðshús á þeim báðum á 11. öld.
Örnefni tengd kirkjum sem lagðar voru niður 1500-1700
Á þessu tímabili fækkaði kirkjunum að því er virðist um 51 en þótt langt sé
um liðið hafa varðveist kirkjutengd örnefni á meirihluta jarðanna.
Á Fossi heitir Kirkjutóftarhús og Kirkjulág þar sem bænhús stóð sennilega
fram á 17. öld.69
Á Sævarlandi voru skráð munnmæli árið 1709 um fallið bænhús „fyrir manna
minni.“70 Þetta bænhús stóð 1379.71 Þar heitir Krosshóll og Krosshólsbrekka.72
Á Ingveldarstöðum er greint frá föllnu bænhúsi 1709 og stóð skemma á
grunni þess.73 Örnefnið Messuklöpp þar í landi gæti hafa tengst því.74
Á Kimbastöðum er getið um bænhús 1570 og þar er varðveitt örnefnið
Messuholt.75
Á hlaðinu á Hóli hét Bænhústóft 1713, þar sem bænhús stóð til forna.76
Á Skarðsá var skemma á hlaðinu, á 18. öld, sem kölluð var Bænhús.77
Á Skíðastöðum (á Neðribyggð) stóð hús 1713, sem sagt var að hefði verið
bænhús og sást til kirkjugarðs.78 Mannabein komu þar úr jörðu þegar grafið
var fyrir útihúsi á fyrri hluta 20. aldar. Þar er örnefnið Kirkjuvegur varðveitt.79
Á Syðri-Mælifellsá sáust tóftarbrot á Kirkjuhóli 1713, sem talin voru leifar
bænhúss. Þar við hólinn heitir Kirkjuhvammur.80
68 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 50; Sigríður Sigurðardóttir 2012, bls. 24, 25, 36.
69 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 18.
70 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 30.
71 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn III, bls. 336.
72 ÖStÁM – Sævarland í Laxárdal, bls. 2.
73 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 34; Byggðasaga Skagafjarðar I, bls. 205.
74 ÖStÁM – Ingveldarstaðir, bls. 5.
75 Byggðasaga Skagafjarðar I, bls. 311; ÖStÁM - Kimbastaðir og Gil (óársett). Margeir Jónsson skráði. bls.
1; Messuholt var tengt messuferðum í Sjávarborg.
76 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 77.
77 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 82.
78 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 114.
79 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 114. Byggðasaga Skagafjarðar III, bls. 92.
80 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 116-117; ÖStÁM - Syðri-Mælifellsá, bls. 1.