Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Side 96
95KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
Í Gilhaga greinir Jarðabókin frá bænhúsi og leifum kirkjugarðs, sem
mannabein höfðu fallið úr í bæjarlækinn.81 Þar var hálfkirkja 1525.82 Í
örnefnaskrám er ýmist talað um grafreit með stórum eða litlum staf og óljóst
hvort um örnefni er að ræða en Messuvað heitir á Svartá í Gilhagalandi.83
Á Hofi í Vesturdal var kirkja 1318 og sást móta fyrir kirkju og kirkjugarði
árið 1713, sem síðast var grafið í um 1630.84 Talað var um Bænhústóft þar fram
á 20. öld.85
Á Keldulandi var talað um bænhús í byrjun 18. aldar og að votti fyrir
kirkjugarði.86 Þar í landi er örnefnið Krosshöfði,87 sem á sennilega annað hvort
skylt við ármótin eða bænhúsið.
Á Úlfsstöðum var kirkja 1318 sem var sennilega lögð niður á 16. öld.88
Örnefnin Kirkjutóft og Kirkjuhóll báru vitni um hana.89 Mannabein komu úr
jörðu þar nokkrum sinnum á 20. öld.90
Á Syðstu-Grund í Blönduhlíð stóð bænhús 1713.91 Örnefnið Róðugrund,
sem þar er varðveitt, sennilega frá því á 13. öld, er í munnmælum tengt
krossmarki sem sett var upp eftir fall Brands Kolbeinssonar, ættarhöfðingja
Ásbirninga 1246.92 Á Mið-Grund var bænhús til forna sögðu heimildir
Jarðabókar 1713 og sást til tófta og kirkjugarðs og örnefnið Kirkjugrund var
varðveitt þar.93 Sumarið 2009 var grafið í kirkjugarðinn og staðfest að hann
hafði verið notaður frá 11. til 14. aldar.94
Á 16. öld var reist kirkja í Kolkuósi og Hólastóll átti altarisklæði, klukkur
og fleira „vit Os“ 1550.95 Í gryfju sem grafin var vestan við klaufina á 20.
öld, þar sem afleggjarinn liggur niður í Kolkuós, komu í ljós mannabein. Þar
heitir Kirkjugarður. Önnur örnefni í Kolkuósi eru Krosshóll og Krosshvammur.96
Á Kálfsstöðum var kirkja 1255 og þar stóð hús í byrjun 18. aldar, sem kallað
81 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 122.
82 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 283-284.
83 ÖStÁM – Gilhagi í Svartárdal, bls. 1, 5.
84 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 143; Sveinn Níelsson 1950, bls. 248.
85 ÖStÁM – Hof í Vesturdal.
86 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 158.
87 ÖStÁM – Kelduland, bls. 1.
88 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn III, bls. 509, 535; Byggðasaga Skagafjarðar IV, bls. 94.
89 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 168.
90 Byggðasaga Skagafjarðar IV, bls. 372.
91 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 183.
92 Sturlunga saga II, bls. 79.
93 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 184.
94 Guðný Zoëga 2009, bls. 25-29.
95 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn XI, bls. 852, 854; Biskupa sögur, bls. 326-327.
96 ÖStÁM – Kolkuós (Ríkislands), bls.1; Byggðasaga Skagafjarðar V, bls. 360.