Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Side 98
97KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
var bænhús97 og þar var „hringmyndaður hóll sem nefndur er Bænhúshóll.“98
Við ármót Víðines- og Hjaltadalsár í landi Kálfsstaða lágu reiðgötur um
Tíðaskarð.99
Í Neðra-Ási var örnefnið Bænhús bundið við fjárhús á 20. öld.100 Í
Biskupa sögum er sagt að kirkja hafi risið í Ási 984.101 Kirkjunnar var leitað
af fornleifafræðingum 1993 og 1998 og reyndust fjárhúsin standa þar sem
kirkjur höfðu staðið frá 11. til 13. aldar og fólk grafið á 11. og 12. öld.102
Kirkja stóð á Óslandi 1709 en tíðir höfðu ekki verið veittar þar í um
20 ár.103 Í minnisbók sinni frá 1591 gat Guðbrandur biskup Þorláksson
um kirkju á Óslandi.104 Þar finnast örnefnin Kirkjustæði, Kirkjugarður og
Kirkjugarðsvöllur.105 Kirkjugarðurinn var kannaður 2011 og í ljós kom að fólk
hafði verið grafið í hann á 11. og 12. öld.106
Á Enni tengdust munnmæli um bænhús húsi sem stóð þar 1709 og kallað
var bænhús107 með litlum staf þannig að óvíst er hvort skrásetjari hugsaði það
sem örnefni.
Á Þrastarstöðum hét Kirkjutóft 1709 og á 20. öld var skráð þar örnefnið
Grafreitur.108
Sagt er frá bænhúsi á Bræðrá 1480, sem enn sáust líkindi til 1709.109 Bæn-
hús ið stóð á Bænhúshóli þar sem mótaði fyrir tóftarhring þegar hann var slétt að-
ur í tún á 20. öld.110 Sumarið 2011 var kirkju garðsins leitað en ekkert fannst.111
Á Skálá þar sem stóð bænhús í byrjun 18. aldar höfðu tíðir ekki verið
97 Sturlunga saga II, bls. 203; Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 9. bindi, bls. 213; Sveinn Níels-
son 1950, bls. 254 (neðanmáls, nefnir kirkju á Kálfsstöðum).
98 HSk. 1304, 4to: Um fornar rústir kirkna og bænhúsa eftir Árna Sveinsson; Byggðasaga Skagafjarðar
VI, bls. 86.
99 ÖStÁM – Kálfsstaðir, bls. 3.
100 Byggðasaga Skagafjarðar VI, bls. 271.
101 Íslenzk fornrit XV, bls. 10.
102 Orri Vésteinsson 2000, bls. 22.
103 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 233; Sveinn Níelsson 1950, bls. 258 (þar sögð
aftekin seint á 17. öld); Guðný Zoëga 2012, bls. 15-17.
104 Þjskj. Minnisbók Guðbrands Þorlákssonar, óútgefin (ljósrit). Kansellí KA-52, 1795. Nr. 16, bls. 13 og nr.
266, bls. 213, 214.
105 ÖStÁM – Ósland, Jóhann Ólafsson skráði, bls. 4; Ósland, Margeir Jónsson skráði, bls. 1; Hjalti Pálsson.
Minnispunktar frá viðtali við Margréti Kristjánsdóttur 14.6. 2002 um Ósland í Óslandshlíð.
106 Guðný Zoëga 2012, bls. 15-17.
107 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 245.
108 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 256; ÖStÁM - Þrastarstaðir (Óársett), bls. 1.
109 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 355; Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9.
bindi, bls. 268.
110 Hjalti Pálsson. Minnispunktar frá viðtali við Stefán Kristjánsson frá Róðhóli, 6. 8. 2007.
111 Guðný Zoëga 2012, bls. 18-21.