Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Qupperneq 99
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS98
veittar í manna minni.112 Hálfkirkja var á Skálá 1480.113 Árið 1839 sást móta
fyrir garði og í örnefnaskrá er sagt frá húskofa sem kallaður var Bænhússkemma.
Kirkjuskógur hét í landi Skálár.114
Á Sléttu var bænhús 1480 og sagt er frá bænhúsi þar 1709 og þóttust
menn „sjá til einnrar tóftar [...] með girðíng í líkíng kirkjugarðsleifa“115, á
Kirkjuhóli (í landi Litlu-Sléttu).116
Á Stóru-Þverá var fallið bænhús 1709 og bæði í Jarðabók og örnefnaskrá
er talað um Kirkjuvöll117 og í örnefnaskrá er einnig nefnt Blótaltari sem er
náttúrulegur steinn.
Á Reykjarhóli var „lítt standanda“ bænhús 1480 og sást til kirkjutóftar
og kirkjugarðsleifa 1709 og 1841.118 Þar er örnefnið Kirkjusteinn119 bundið
við kantað grjót sem tengist Reykjarhólskirkju sennilega ekkert fremur en
öðrum kirkjum.
Á Hraunum var fallin hálfkirkja 1480 en þar var sagt bænhús 1709, sem
var fallið 1749.120 Á Hraunum eru Messuholt, Biskupsholt og svokallað Altari
(Kirkja eða Kirkjusteinn) er í Siglufjarðarskarði.121
Á Gautastöðum var fallið bænhús 1709 sem merki voru um 1840 en þá
var sagt að „vottur til þess, að þar hafi verið grafið“ sjáist.122 Messuvað heitir
á Gautastaðavatni.123
Í Tungu var „lítt standanda“ hálfkirkja nefnd 1480, kölluð bænhús 1709,
sem hafði þá ekki fengið þjónustu í 20 ár.124 Þar í landi eru örnefnin Altari
og Messugeiri.125
Um þrjátíu örnefni á þessum jörðum tengjast guðshúsum og sjö tengjast
messuferðum. Örnefnasnauð guðshús sem gætu hafa horfið úr notkun á
112 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 273.
113 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 355.
114 Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839-1873 II, bls. 156; ÖStÁM – Skálá, bls. 2.
115 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 355; Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9.
bindi, bls. 311.
116 ÖStÁM – Slétta í Fljótum, bls. 1.
117 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 313; ÖStÁM - Stóra-Þverá, bls.1.
118 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 355; Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9.
bindi, bls. 320; Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839-1873 II, bls. 175.
119 ÖStÁM – Reykjarhóll. Steinninn er einnig nefndur Könnusteinn.
120 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 355; Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9.
bindi, bls. 339.
121 ÖStÁM – Hraun, Margeir Jónsson skráði, bls. 6, 35, 40, 63. Þessi þrjú nöfn hafa verið á sama
grjótinu, frá einum tíma til annars.
122 Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839-1873 II, bls. 184.
123 ÖStÁM – Tunga, bls. 4; Hringur, bls. 3.
124 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 355; Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9.
bindi, bls. 317; Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839-1873 II, bls. 184.
125 ÖStÁM – Tunga, bls. 4; Hringur, bls. 3.