Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 100
99KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
þessum tíma voru á jörðunum: Hvalnesi, Sólheimum (í Sæmundarhlíð), Álf-
geirs völlum, Ytra- og Syðra-Vallholti, Hömrum, Bjarnastaðahlíð, Merkigili,
Flatatungu, Sólheimum (í Blönduhlíð), Hjaltastöðum, Þverá, Sleitustöðum,
Grindum, Sjöundarstöðum, Nesi, Efra-Haganesi, Stóru-Reykjum, Brúna-
stöðum, Reykjarhóli, Lambanesi og Nefsstöðum.126 Á Sauðá hefur verið stað-
festur kirkjugarður frá 11. öld127 en ekkert örnefni er tengt bænhúsinu sem
stóð þar 1709.128 Þar var hálfkirkja árin 1393-1394.129 Búið er að aldursgreina
þrjár aðrar kirkjur í þessum hópi, þar sem örnefni hafa varðveist, og eiga þær
allar upphaf sitt á 11. öld: á Mið-Grund, í Neðra-Ási og á Óslandi.
Örnefni tengd kirkjum sem lagðar voru niður 1300-1500
Miðað við upplýsingar úr vísitasíum og fornleifauppgröftum um fjölda kirkna
og bænhúsa hafa kirkjutengd örnefni varðveist á fimm jörðum í þessum hópi.
Samtals gætu 23 kirkjur hafa verið lagðar niður á 14. og 15. öld.
Á Skíðastöðum (í Laxárdal) er örnefnið Djáknapollur.130 Óvíst er hvort
djákni sá sem pollurinn dregur nafn af hafi þjónað bænhúsinu sem þar
var 1388 (og sem jafnframt var sagt fjórðungskirkja), 1443 og 1709131 en
Skíðastaðakirkjugarður var notaður til greftrunar frá 11. til a.m.k. 12. aldar.132
Á Hellulandi hefur örnefnið Bænhúshólar133 varðveist frá því að þar var
bænhús sem er nefnt um 1432.134
Á Brúarlandi voru skráð munnmæli um bænhús 1709, þótt menn þekktu
engin „rök til þess.“135 Hofsprestar bjuggu löngum á Brúarlandi og heitir
Prestavað þar sem þeir fóru yfir Deildardalsá og stakur klettur þar í landi heitir
Altari og í kring um hann kallast Altaristór.136
126 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 170, 191, 226-7, 299, 307; Byggðasaga
Skagafjarðar IV, bls. 129, 507; Byggðasaga Skagafjarðar VI, bls. 351; DI V, bls. 355; DI VII, bls. 253, 306;
Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839-1873 II, bls. 66, 175; ÖStÁM - Grindur í
Deildardal, bls. 1; Stóru-Reykir; Sigríður Sigurðardóttir 2012, bls. 17-40.
127 Þjms. Sigurður Bergsteinsson, minnisblað úr rannsóknarferð, 10. apríl, 2000; Guðný Zoëga og
Guðmundur St. Sigurðarson 2010, bls. 13.
128 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 50.
129 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn III, bls. 530.
130 ÖStÁM – Skíðastaðir, bls. 2.
131 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn III (1896). Bls. 426; DI IV (1897). Bls. 643; Jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1709-1714. 9. bindi (1930). Bls. 25.
132 Guðný Zoëga, Guðmundur St. Sigurðarson (2010). Skagfirska kirkjurannsóknin. Bls. 5, 8, 10;
Byggðasaga Skagafjarðar I (1999). Bls. 160.
133 Byggðasaga Skagafjarðar V, bls. 164.
134 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn III, bls. 565.
135 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 242.
136 ÖStÁM – Brúarland, bls. 2.