Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Side 101
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS100
Á Arnarstöðum sáust á 18. öld merki um bænhúsið, sem var sagt fallið
1480.137 Þar var örnefnið Kirkjulaut skráð á 20. öld, sem örnefnaskrásetjari
tengdi við Fell.138
Á Ysta-Mói var „lítt standanda“ bænhús 1480.139 Þar hefur varðveist
örnefnið Bænhúsgarður.140 Garðurinn, sem er enn vel greinilegur, var kannaður
sumarið 2010 og kom í ljós að hann hafði verið notaður til greftrunar á 11.
öld og flest benti til að bænhúsið hefði verið í notkun fram á 14. öld.141
Í Neðra-Haganesi þar sem menn sögðu 1709 að hefði verið bænhús „að
fornu“142 finnst örnefnið Krosslækur143 sem óvíst er hvort tengist því nokkuð.
Þrjú kirkjutengd örnefni eru enn varðveitt á þessum jörðum. Tvö eru
dregin af bæn húsum og eitt af kirkju, sem kölluð var bænhús á 15. öld, tvö
tengjast messu ferðum. Engin örnefni eru tengd við guðshús, sem sennilega
voru einnig af lögð á þessu tímabili á jörðunum: Heiði (í Gönguskörðum),
Gili, Helga stöðum og Gvendar stöðum, Krithóli, Völlum, Miðsitju, Hellu,
Þorleifs stöðum, Litla dal, Utan verðu nesi, Tjörnum, Hrauni og Heiði (í
Sléttuhlíð), Grindli, Bjarna gili og Hvammi.144 Á þremur jörðum hafa forn-
leifa rann sóknir staðfest að þar hafi verið kirkjur og kirkjugarðar á 11. öld;
í Kef lavík þar sem ekkert örnefni finnst, en þar var getið um guðshús
1399,145 og á Skíða stöðum (í Laxárdal) og Ysta-Mói.
Kirkjur og kirkjugarðar sem lögð voru niður fyrir 1300
Eins og fram kemur hér framar í lista 1 yfir jarðir þar sem guðshús hafa
mögulega staðið, gætu hafa verið 131 guðshús í Skagafirði á 11. öld. Að
minnsta kosti 19 þeirra hafa verið lögð niður strax á 12.-13. öld. Búast má
við að enn eigi eftir að koma í ljós kirkjur sem lagðar voru niður fyrir 1300
og við þekkjum ekki í dag.
Eina örnefnið í þessum hópi er að finna á Steinsstöðum þar sem varðveitt
137 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 272; Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt
fornbréfasafn V, bls. 355.
138 ÖStÁM – Arnarstaðir, bls. 1.
139 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 355.
140 ÖStÁM – Ysti-Mór, bls.1.
141 Guðný Zoëga 2010, bls. 20-22.
142 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 305.
143 ÖStÁM – Haganes, bls. 2.
144 Byggðasaga Skagafjarðar I, bls. 320; Byggðasaga Skagafjarðar II, bls. 160, 165, 168, 362; Sigríður
Sigurðardóttir 2012, bls. 20-39.
145 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn III, bls. 509, 530; Ársskýrsla Byggðasafns Skagfirðinga
2013, bls. 17.