Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Síða 103
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS102
og ein a.m.k. til 13. aldar.
Heimildir um þessar jarðir
eru sagnir og munnmæli
sem skráð eru löngu eftir að
guðshús eru horfin af yfirborði
jarðar. Örnefnaskort á þessum
jörðum má túlka á þann veg
að þau hafi gleymst vegna
þess hve snemma þau hurfu
af sjónarsviðinu hafi örnefni á
annað borð verið til.
Örlög húsa og tófta sem vitnuðu um kirkjuhald á 18.-20. öld
Jarðabókin nefnir húsaleifar, tóftir og garða, sem vitnuðu um guðshús.160
Í einstaka tilfellum eru örnefni tengd þeim eins og Bænhústóft á Hóli og
Hofi161 og Kirkjutóft á Úlfsstöðum og Þverá162 og hér og hvar er nefnt hvaða
ný hlutverk guðshús fengu þegar þau hurfu úr guðsþjónustu. Húsin hafa
sjálf vitnað um hlutverk sín en þekking um þau og fornleifar sem þeim
tengjast eru mikilvægar þegar horft er eftir örnefnum. Ný hlutverk geta
hafa leitt af sér ný örnefni. Sem dæmi má nefna þegar kirkjunni á Seylu var
160 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 18, 25, 73-4, 77, 79, 143, 158, 170, 171, 184,
221, 245, 268, 272, 295, 313, 315, 329.
161 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 77; ÖStÁM - Hof í Vesturdal.
162 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 168, 191.
Graf 2
Fyrir 1300 1300-1500 1500-1700 1700-1909 Eftir 1909
Graf 3
1
9
42
18
40
17 17 20
4 2
0
13
25
38
50
Fyrir 1300 1300-1500 1500-1700 1700-1909 Nútími
Með örnefnum
Án örnefna
Graf 2. Kirkjufjöldi 1000-2000, eftir tímabilum. Miðað við
þær upplýsingar sem hafðar eru til hliðsjónar í Skagfirsku
kirkju rannsókninni hefur skagfirskum guðshúsum fækkað
úr 131 í 24 á þeim þúsund árum sem liðin eru frá
kristnitökunni 999/1000.
Graf 3. Fjöldi jarða þar sem kirkjur hafa staðið með og án kirkjutengdra
örnefna, eftir tímabilum. Hlutfall kirkjujarða með engin varðveitt kirkju tengd
örnefni vex eftir því sem lengra er um liðið frá að guðs húsin stóðu. Ljósa línan
sýnir fjölda jarða þar sem vitað er um kirkjur en engin örnefni finnast sem
tengjast þeim.