Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Side 104
103KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
breytt í þinghús og tóftin kölluð Þinghústóft þar sem kirkjan stóð samkvæmt
upplýsingum örnefnaskrásetjara.163 Annað dæmi þar sem guðshús var notað
sem þinghús var Lýtingsstaðakirkja sem var breytt fyrir þinghald 1839.164
Guðshúsin voru notuð til veraldlegra hlutverka meðfram guðsþjónustu,
samanber orð Guðbrands biskups Þorlákssonar um 1570 sem sagði að
þau væru víða misnotuð til veraldlegra hlutverka eins og þurrkhús fyrir
þvotta, reiðingsgeymslur, hesthús og hvaðeina.165 Á nokkrum jörðum eru
fyrrverandi guðshús nefnd án tilgreindra nýrra hlutverka, s.s. á: Fossi, Sauðá,
á Skíðastöðum (á Neðribyggð), Bjarnastaðahlíð, Flatatungu, Sólheimum (í
Blönduhlíð), Syðstu-Grund, Kálfsstöðum, Enni, Skálá, Hraunum og Tungu
en einnig nokkur með ný hlutverk. Á meðfylgjandi lista eru nefnd dæmi um
breytt hlutverk nokkurra.
Listi 2. Afdrif aflagðra guðshúsa
Staðsetning Guðshús fyrst nefnt: Síðasta notkun
Ingveldarstaðir á Reykjaströnd Bænhús Skemma
Skarðsá í Sæmundarhlíð Bænhús Skemma
Stóra-Seyla á Langholti Bænhús Þinghús/hesthús
Syðra-Vallholt í Vallhólmi Bænhús Skemma
Álfgeirsvellir á Efribyggð Bænhús Skemma
Lýtingsstaðir í Tungusveit Hálfkirkja Þinghús
Kelduland á Kjálka Hálfkirkja/bænhús Skemma
Stóru-Akrar í Blönduhlíð Hálfkirkja Fjárhús
Djúpidalur í Blönduhlíð Hálfkirkja/bænhús Smiðja
Þverá í Blönduhlíð Alkirkja Skemma
Ás í Hegranesi Hálfkirkja Skemma
Neðri-Ás í Hjaltadal Kirkja Fjárhús
Sleitustaðir í Kolbeinsdal Bænhús Smiðja
Gröf á Höfðaströnd Hálfkirkja/bænhús Skemma
Brúnastaðir í Fljótum Bænhús Skemma
Lambanes í Fljótum Alkirkja/bænhús Skemma
Í listanum kemur fram að kirkjur í Djúpadal166 og á Sleitustöðum167 voru
163 ÖStÁM – Stóra-Seyla, Seyluhreppur, bls. 2, 5.
164 Sýslu- og sóknalýsingar 1839-1873 II, bls. 76-77. Byggðasaga Skagafjarðar V, bls. 223.
165 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, bls. 503-4.
166 Byggðasaga Skagafjarðar IV, bls. 206; Bryndís Zoëga og Guðmundur St. Sigurðarson 2008b, bls. 18.
167 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 226-227.