Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 106
105KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
Messuvegur liggur framhjá Messuborg í landi Tunguháls og tengist messuferðum
fólks til og frá Goðdölum. Þar í landi eru einnig Prestakeldur og Prestagötur.177
Í landi Tyrfingsstaða á Kjálka eru Messuhóll, Messuhólslind og Messuhólslækur,178
sem engin veit deili á og gætu tengst messuferðum í Kelduland eða Flatatungu.
Kirkjugerði hét þúfnakragi í landi Frostastaða á 20. öld. Kirkjugerði er sunnan
Þverár en hún hefur áður fyrr runnið sunnan við gerðið.179 Talið er að „í eina
tíð hafi verið bænhús frá Þverá“180 í Kirkjugerði. Hafi svo verið gæti þar hafa
verið eitt af þeim fimm bænhúsum sem Þverárprestur þjónaði á miðöldum.181
Í landi Hlíðar í Hjaltadal er klettagirt dalverpi sem kallast Klukkudalur. Niður
úr því liggja Klukkugil og þar undir er Klukkugrund og Klukkuhvammur og í
ánni er Klukkuhylur.182 Örnefnaskrásetjarar tengdu nöfnin við munnmæli sem
gengu út á „að þar hafi heyrzt bergmála klukknahljóðið úr hofinu á Hofi.“183
Nöfnin gætu eins verið dregin af kirkjuklukknahljómi eða lagi dalverpisins.
Messumelur heitir í Skúfstaðalandi184 og gæti tengst ferðum kirkjugesta heim
að Hólum en Byggðasöguritarar hafa giskað á að miðað við 60 hundraða
verðmæti jarðarinnar til forna að þá gæti hafa verið kirkja þar,185 sem setur
örnefnið sannarlega í annað samhengi. Kirkjulaut heitir í Tumabrekku,186
sem enginn sögn fylgir, og á Róðhóli í Sléttuhlíð eru örnefnin Krosslaut og
Krosslautartjörn.187 Kirkjutengd örnefni á jörðum þar sem engar aðrar heimildir
geta um guðshús virðast yfirleitt tengjast nærliggjandi kirkjujörðum og oftar
en ekki vitna þau um ferðaleiðir kirkjugesta, eða presta, og um heyranleg
eða sýnileg áhrif frá nærliggjandi kirkju eða grafreit og kristnivæðingu
landslagsins.
Náttúruvætti með nöfn sem vísa til kirkna
Samtals finnast á fjórða tug örnefna í Skagafirði þar sem náttúruleg fyrirbæri
bera kirkjutengd nöfn. Ekkert þeirra varpar ljósi á kirkjuhald enda má ætla
að flest hafi verið dregin af náttúrulegri lögun sem minnir á fyrirbærið sem
177 ÖStÁM – Tunguháls, bls. 4-6.
178 ÖStÁM – Tyrfingsstaðir, bls. 2.
179 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 192; Byggðasaga Skagafjarðar IV, bls. 110-111,
177.
180 ÖStÁM – Þverá. Gísli Magnússon skráði, bls. 15.
181 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 460-461; DI V, bls. 360.
182 ÖStÁM – B. Hjaltadalur (óársett), bls. 10; Hlíð, bls. 7-8.
183 ÖStÁM – Hlíð, bls. 7-8.
184 ÖStÁM – Skúfsstaðir, bls. 1.
185 Byggðasaga Skagafjarðar VI, bls. 58.
186 ÖStÁM – Tumabrekka, bls. 2-3.
187 ÖStÁM – Róðhóll. Kristján Eiríksson skráði, bls. 4.