Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 107
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS106
ræður nafngiftinni. Altari er t.d. algengt nafn á köntuðum steinum og finnst
á sex jörðum þar sem kirkjur voru. Messuborg í Tunguhálslandi er náttúruleg
klettaborg og Prestur heitir klettadrangur við Egilsá. Í landi Hrauns á Skaga
er sérkennilegur hóll sem heitir Prestsetrið og Prestseturstjörn dregur nafn sitt
af.188 Engar skýringar fylgja nafngiftinni. En Prestagötur og Prestakeldur á
Tunguhálsi eru dregnar af ferðum Goðdalapresta fyrr á tíð.
Kirkja er algengast þessara örnefna og samtals finnast fjórtán örnefni á
náttúrulegum fyrirbærum, sem dregin eru af kirkju. Kirkja heitir frammi á
sjávarbökkunum í landi Hólakots á Reykjaströnd. Önnur svonefnd Kirkja
trónir upp úr Glæsibæjarklöpp og í klettabrún fjallsins fyrir ofan Víkurtorfuna
er þriðja Kirkjan.189 Steinn í Hvammbrekku í Hákotslandi ber kirkjunafn
og er sagður heimili huldufólks.190 Neðarlega í Grjótárgili á Egilsdal í landi
Egilsár eru klettar sem heita Prestur og Kirkja eftir lögun sinni, annar er sívalur,
hinn er húslaga. Á Karlsstöðum heitir Kirkjuklettur og tekur sá einnig nafn af
lögun sinni.191
Kirkjusteinar eru nokkrir og yfirleitt hús- eða turnlaga. Einn er neðst í
Kirkjubrekku vestan Víðimýrarár í landi Brekku, þar sem alfaraleið lá um áður.
Annar er í Ásgeirsbrekkulandi og sá þriðji í Viðvík. Sá fjórði er nokkru norðan
við svokallaðan Reykjarhól, ekki langt frá merkjum Miðhúsa og Grafar.192 Sá
fimmti er í Tumabrekkulandi193 og sá sjötti á Reykjarhóli í Fljótum.194
Kross-örnefni eru vel þekkt á nokkrum meintum kirkjujörðum
og finnast víðar. Krossker heitir á landamerkjum Ytra-Vallholts, Bakka
188 ÖStÁM – Hraun. Rögnvaldur Steinsson skráði, bls. 7.
189 ÖStÁM – Hólakot á Reykjaströnd, bls. 1. Hólkot - Vík – Glæsibær, bls. 2.
190 ÖStÁM – Háakot, bls. 2.
191 ÖStÁM – Karlsstaðir, bls. 3.
192 ÖStÁM – Gröf á Höfðaströnd og Grafargerði, bls.1-2.
193 ÖStÁM – Tumabrekka, bls. 2-3.
194 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 355. ÖStÁM - Reykjarhóll.
Graf 4
0 4 7 11 14 18
Altari
Kirkja
Kross
Preststengt
Graf 4. Kristnivædd náttúra.
Í grafinu er tekinn saman fjöldi algengustu nafna náttúrulegra fyrirbæra (náttúruvætta) með kirkjutengd nöfn.