Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 108
107KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
og Valla195 í Vallhólma þar sem gamlir farvegir liggja þvers og kruss og
Krossoddi heitir f latur rindi á milli gamalla árfarvega austarlega í Syðra-
Vallholtslandi, á undirlendi Vallhólmans.196 Krosslaut heitir í landi Miðvalla
og tekur hún mið af sköpulagi sínu.197 Krosslaut er einnig í Hólabrúnum í
landi Lónkots.198 Krosslaut og Krosslautartjörn eru á Róðhóli.199 Krosshöfði
heitir höfðinn milli Jökulsár Austari og Vestari í landi Keldulands og Krossgil
heita í landi Stekkjarf lata.200 Kross heitir bær í Óslandshlíð.201 Krosslækur
heitir í Haganesi202 og Krossengi er í landi Stóru-Brekku.203 Í sambandi við
kross-örnefnin er vert að benda á að á 13. öld áttu menn að hlaða jarðkrossa
úr torfi til að sýna landamerki204 og því mögulegt að einhver kross-örnefnin
hafi upphaf lega tengst þannig krossum fremur en krosslögðum lækjar- eða
árfarvegum, krossmörkum á kirkjum eða krossum sem reistir voru við
alfaraleiðir eða til minningar um látna.205
Túlkun örnefna og örnefnaskortur
Varðveitt örnefni og munnmæli eru mikilvægar heimildir um elstu kirkjur
og geta varpað ljósi á dreifingu guðshúsa, eins og Magnús Finnbogason hélt
fram um miðja 20. öld.206 Örnefnið Kirkjugrund á Mið-Grund, sem fyrst var
skráð á 18. öld var tengt kirkju sem stóð þar á 11. til 14. öld.207 Örnefnið
Bænhúsgarður á Ysta-Mói hefur varðveist a.m.k. frá 14. öld.208 Húsið hékk uppi
til 1480209 en garðformið hefur verið sjáanlegt til þessa dags. Örnefni geta
staðið á fornum, föstum rótum og sýnileiki þeirra fyrirbæra sem þau vísuðu til
gæti hafa skipt máli um varðveislu þeirra. Sama gildir um Grafreitinn svokallaða
og Kirkjutóftina á Þrastarstöðum þótt þau teljist varla gild sönnunargögn án
rannsókna á samhengi þeirra og þess sem þau eiga að vitna um.
Óvíst er um gildi munnmæla um kirkjuhald eins og á Hafsteinsstöðum,
195 ÖStÁM – Ytra-Vallholt, bls. 2.
196 ÖStÁM – Syðra-Vallholt, bls. 1.
197 ÖStÁM – Miðvellir, bls. 1.
198 ÖStÁM – Lónkot, bls. 2.
199 ÖStÁM – Róðhóll. Kristján Eiríksson skráði, bls. 4.
200 ÖStÁM – Stekkjarflatir, bls. 2.
201 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 231.
202 ÖStÁM – Haganes, bls. 10.
203 ÖStÁM – Stóra-Brekka, bls. 3.
204 Grágás, bls. 23.
205 Sjá Ólaf H. Torfason, 2000.
206 Magnús Finnbogason 1937, bls. 193.
207 Guðný Zoëga 2009, bls. 25-29.
208 Guðný Zoëga 2010, bls. 20-22.
209 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 355.