Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Síða 109
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS108
Holtsmúla og víðar þótt mannabein sem þar hafa fundist í jörðu geti
hugsanlega vísað á hvar vænta megi kirkjugarðanna.
Þar sem búið er að staðfesta 11.-13. aldar grafreiti með fornleifarannsókn
og þar með líklega kirkjuhald, og engin örnefni eru varðveitt, virðast
guðshúsin aflögð löngu fyrir ritunartíma varðveittra máldaga, sagna eða bréfa
og fá sjáanleg merki um þau í landslaginu. Eins og sést á Grafi 5 hefur fjöldi
örnefna varðveist síðastliðin 500 ár en óvarlegt er að búast við örnefnum á
jörðum sem hafa snemma farið í eyði eða þar sem langt er um liðið síðan öll
ummerki grafreita eða kirkjutófta voru horfin af yfirborði jarðar. Hafi fólk
sléttað út garða og tóftir strax og hætt var að nota grafreitina, eins og á eldri
kirkjustaðnum í Seylu,210 er hætt við að örnefnin hafi fljótlega tapast hafi þau
verið til. Sýnileiki, ummerki þess sem örnefni vitnar til, hefur skipt máli í
varðveislu þess.
210 Kirkjugarðsveggurinn á eldri kirkjugarðinum í Seylu, sem virtist hafa verið hlaðinn upp úr torfi og
grjóti um 1000, hafði verið fjarlægður og sléttaður um 1100. Guðný Zoëga 2013a, bls. 9, 25.
Graf 5
17 17
22
3
6
0
4
14
23
1
5
17
5
16
Fyrir 1300 1300-1500 1500-1700 1700-1909 Núverandi
kirkjur
Ekkert kirkjutengt örnefni
Örnefni tengd guðshúsum og grafreitum
Önnur kirkjuhaldstengd örnefni
Graf 5. Fjöldi varðveittra kirkjutengdra örnefna eftir tímabilum.
Engum þarf að koma á óvart að örnefnum fækkar í réttu hlutfalli við tímalengd, þ.e. því lengra sem liðið er frá
því að guðshúsin hurfu úr notkun því færri hafa varðveist. Í grafinu er unnið með 110 örnefni á 66 jörðum og
örnefnaskort á 65 jörðum. Á 40 jörðum til viðbótar finnast 62 örnefni sem tengjast kirkjuhaldi og kristnum háttum
með einhverju móti. Á einni þeirra er örnefni tengt guðshúsi, þ.e. Kirkjugerði í landi Frostastaða, á 25 þeirra eru
örnefnin tengd messuferðum og kristilegum athöfnum og á sjö er tenging örnefnanna við kristin tákn, eins og krossa.
Á 17 jörðum án örnefna vitna aðrar heimildir, s.s. munnmæli, mannabein og tóftarleifar, um kirkjuhald og kristinna
manna grafreiti.