Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Síða 110
109KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
Graf 6
Graf 7
9
13
4
4
6
Bænhúshóll, Kirkjuhóll, Kirkjuholt
Bænhús-, Klaustur-, Kirkju-,
Kirkjugarðvöllur
Kirkjubrekka, Klausturbrekka
Kirkjugrund, Kirkjugerði, Kirkjutunga
Kirkjulaut, Krosslaut
Fjöldi
9
4
17
66
Kirkju- og bænhúsagarðar, grafreitir
Áningarstaðir, sem enda á klöpp/klappir og
holt
Kirkju-, messu- og preststengd vöð, vegir,
götur, brýr
Guðshúsatengd örnefni, kennd við kirkju og
bænhús
Fjöldi
Samkvæmt örnefnunum skipti fólk guðshúsunum í kirkjur og bænhús og
tilhneiging virðist í þá átt að örnefnið taki mið af síðustu stöðu hússins.
Þannig geta ný örnefni hafa leyst af hólmi þau sem fyrir voru í samræmi við
ný hlutverk. Kirkjutóft breyttist í Þinghústóft og Smiðjuhóll gat hafa heitið
Bænhúshóll eða Kirkjuhóll áður. Mörg örnefnin eru ævagömul, eins og t.d. á
Úlfsstöðum og á Þverá í Blönduhlíð þar sem örnefnin Kirkjutóft og Kirkjuhóll
hafa varðveist frá 16. öld.211 Merkilegt er að örnefnið Kirkjugarður hefur ekki
haldið sér neitt betur en Kirkjuvöllur og Bænhúsvöllur, sem hlýtur að helgast
af því að þeir hafa verið sléttaðir og merki þeirra afmáð þannig að þeir hafi
runnið saman við gróið land og gleymst þegar þeir höfðu enga augljósa
skírskotun lengur til fyrra hlutverks.
211 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 191, 168; Byggðasaga Skagafjarðar IV, bls. 94.
Graf 6. Skilgreiningar í kirkjutengdum örnefnum.
Hægt er að tengja 96 örnefni við guðshús, grafreiti, ferðaleiðir og áningarstaði fólks á leið til eða frá messu og eru þá
talin öll örnefni sem finnast þessu tengd, jafnt á kirkjujörðum sem öðrum jörðum í Skagafirði.
Graf 7. Staðsetningar í kirkjutengdum örnefnum.
Örnefnaendingar eru athyglisverðar því þær segja til um eiginleika eða ásýnd þess lands sem þau tengjast, s.s. völlur,
hóll, tunga, laut, brekka, o.s.frv. Þótt ekki sé hægt að staðsetja guðhús með fullri nákvæmni samkvæmt örnefnum þá
er vel hægt að nota þau sem ábendingu um stað, um að kirkja/bænhús hafi staðið á velli, hól, o.s.frv. Möguleiki er
að örnefni séu dregin af guðshúsum þótt þau hafi ekki staðið nákvæmlega þar sem nafnið segir.