Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Side 137
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS136
Þorláksbúð og önnur tilgátuhús
Frumkvæði að tilurð Þorláksbúðar
kom upphaflega frá Sigurði heitnum
Sig urð ar syni vígslu biskupi í Skál holti
að því er virðist í tengslum við 800 ára
ártíð Þorláks helga árið 1993 en Þor-
láks búðar félagið, sem Árni Johnsen
hefur farið fyrir, hefur staðið fyrir
fram kvæmdinni.33 Gunnar Bjarnason
smiður sá um teikningu hússins og
timbur verk en torfverk var í höndum
Víg lundar Kristjánssonar. Töluvert
hefur verið tekist á í fjölmiðlum
um framkvæmdina og staðsetningu
hússins og er málum ekki að fullu
lokið þegar þetta er skrifað.34
Svo virðist sem löngunin til að smíða líkön og sýnishorn af fornum
byggingargerðum hafi orðið fyrirhyggju um viðhaldskostnað yfirsterkari á
umræddum afmælisárum.
Sem dæmi má nefna að þegar hefur þurft að fara í töluverðar torfviðgerðir
á bænum á Eiríksstöðum.
Í viðbót við ofangreindar byggingar hafa tilgátuhús og eftirlíkingar í
anda fornra hefða risið hér og þar um landið á undarnförnum áratugum.
Ekki eru tök á að veita fullnaðaryfirlit yfir þau öll en nokkur þeirra eru
hér nefnd sem dæmi. Mörg hver tengjast veitingarekstri en önnur hafa
safntengdari og fræðilegri tilgang: Bænhús á Efri-Brú í Grímsnesi, Barmar
í Reykhólasveit, bærinn á Reykjum í Tungusveit, burstabær við Hrafnagil,
Fjörukráin, Herjólfsbær í Herjólfsdal, Hofsstaðasel, Ingólfsskáli, kirkja á Rönd
í Mývatnssveit, kirkja á Geirsstöðum, Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði
á Ströndum, Stekkjarkot í Njarðvík, veitingaskáli á Álftanesi, verbúðir í Ósvör,
verslunarhús á Hofsósi, Þorvaldarbúð á Hellissandi o.fl.
Þegar horft er um öxl á flóru íslenskra tilgátuhúsa og tilgátuteikninga
sést mjög greinilega hvernig þau vitna ekki síður um samtíma sinn hverju
sinni en að vera trúverðug innsýn í fortíðina. Stundum gætir viðleitni til að
fegra myndina af fortíðinni eins og merkja má t.d. í teikningum Sigurðar
33 Karl Sigurbjörnsson 2011.
34 Sjá ítarlega umfjöllun um skoðanaskipti og sjónarmið um Þorláksbúð í Vala Gunnarsdóttir 2013, bls.
30-35.
Þorláksbúð. Ljósmynd: Guðrún Harðardóttir.