Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 155
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS154
fyrir því smáa, hlutum sem láta lítið yfir sér en segja mikla sögu og oftast er
það saga um smekkvísi og gott handbragð, alúð, vandvirkni, snjöll úrræði
við erfiðar aðstæður, happ. Það er mikið um happ og gæfu, um rétta menn
á réttum stöðum í skrifum Kristjáns og það tengist leiðarstefinu sem er: við
erum kannski fá og við erum kannski fátæk, en ef grannt er skoðað er alltaf
einhver snillingur, oft þar sem maður skyldi síst ætla, sem sannar að við erum
alvöru þjóð.
Hliðarstef var að setja fyrir þann leka að Íslendingar væru með snilligáfu
á einu sviði – Íslendingasögurnar – en viðutan að öðru leyti – og æ
síðan. Kristján leiddi fram endalausa röð af trafakeflum, spónastokkum,
sprotabeltum, rekkjureflum, brauðmótum, rúnarekum, álfkonudúkum,
láum, bríkum og paxspjöldum til að sanna að risið á Íslendingum hefði verið
mun hærra, mun lengur en lesendur Jóns Aðils eða Jónasar frá Hriflu mættu
hafa búist við. Þessu fannst Herði Ágústssyni líka mikilvægt að halda til haga;
að listfengi Íslendinga hafi ekki verið bundið við bókmenntirnar, munurinn
sé bara sá að listaverk þeirra í torf, tré og málma hafi ekki varðveist eins og
Haugfé. Úr safni Daniels Bruun. Myndirnar birtust í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1903, með grein Bruuns
„Nokkrar dysjar frá heiðni.“ Nationalmuseets Samlinger Online