Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 156
155ÞJÓÐMINJAR SEM INNVIÐIR
handritin; hér hafi til dæmis staðið stærstu og flottustu timburhús í gervallri
kristni skreytt dýrlegum útskurði sem stóðst fyllilega samjöfnuð við það besta
sem gerðist annars staðar.18
Kristján og Hörður eru hér nefndir sem dæmi um áhrifamikla vísindamenn
á síðari hluta 20. aldar af því að viðhorf þeirra voru dæmigerð – þau voru
auðvitað miklu fleiri karlarnir og konurnar sem unnu ötullega að því að
skilgreina hvað íslensk menning væri, og sum eru enn að. Það mætti halda
því fram að þessi viðhorf hafi úrelst en nær lagi væri að segja að þau hafi
verið svo fullkomlega árangursrík að frekari sannanir fyrir því að við séum
þjóð eru óþarfar. Það er enginn vafi: við erum þjóð og ef við vorum það
ekki, til dæmis þegar sjálfstæðisbaráttan fór af stað – um það má deila – þá
erum við orðin það núna, þó ekki væri nema af því einu að við höfum
algerlega sannfærst um að við séum þjóð, ekki bara sérstök heldur einstök.
Sannfæring er jú allt sem þarf – þjóð er sá hópur fólks sem trúir því að hann
sé þjóð. Þegar sú sannfæring er í höfn þá verður þessi sperringur, að reyna að
sannfæra sjálfan sig og aðra með rökum, óþarfur og fær jafnvel holan hljóm.
Fjarar undar hugtakinu
Það er erfitt að meta hvenær Íslendingar voru orðnir alveg öruggir á því að
þeir væru almennileg þjóð en það má hafa hugmyndina um „þjóðminjar“
sem mælikvarða á það. Sú hugmynd var á sínum tíma rökrétt og eðlileg,
bæði upphaflega útgáfan, víði skilningurinn, að þjóðminjar væru allt sem
einkenndi íslenska þjóð og líka sá yngri og þrengri sem taldi þjóðminjar fyrst
og fremst vera efnislega hluti úr fortíðinni. Þessi hugmynd um tákn þjóðernis
og mikilvægi þeirra hafði tilgang og tilhöfðun – að skilgreina hvað væri
þjóðlegt við íslenska menningu og sanna að Íslendingar væru þjóð – alveg
fram á síðasta fjórðung 20. aldar, en einhverntíma fyrir aldamótin hafði hún
glatað gildi sínu.
Tvennt má hafa til marks um þessi þáttaskil. Annars vegar er sú breyting
sem gerð var á þjóðminjalögum 1989 þegar allar fornleifar, öll mannaverk
og staðir með menningarsögulegt gildi sem eldri eru en hundrað ára, voru
friðaðar alveg án tillits til þess hversu þjóðlegar þær væru taldar.19 En í þeim
lögum var líka í fyrsta skipti skilgreint hvað þjóðminjar væru:
18 T.d. Hörður Ágústsson 1986, bls. 1.
19 Þjóðminjalög nr. 88, 29. maí 1989, 16. og 18. gr., 1. mgr.