Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 160
159ÞJÓÐMINJAR SEM INNVIÐIR
erfðunum og stjórnar því hvernig
við erum, hvaða smekk á leir-
kerum við höfum, hvernig fötum
við klæðumst, hvernig pulsur við
borðum, hvers konar stjórnar-
far við kjósum og svo framvegis.
Þessi kenning hefur ekki þótt
standast skoðun síðan um miðja
20. öld. Hún fór sérstaklega illa
út úr dálætinu sem nasistar höfðu
á henni en þeir fylgdu henni út í
ystu æsar, þannig að aðrir gátu séð
skýrt hverslags vitleysa hún er og
hverskyns hættu hún hefur í för
með sér.25 Þó að hófstilltari og skynsamlegri útgáfur af þessari kenningu héldu
áfram að liggja til grundvallar rannsóknum fornleifa fræðinga – til dæmis hér á
Íslandi – þá hætti hún að eiga upp á hið kennilega pallborð eftir lok sjöunda
áratugarins eða svo, sérstaklega í þeim löndum sem við höfum mest samskipti
við – hún lifir enn góðu lífi annars staðar.26 Það voru ekki bara öfgar þjóðernis-
kenninga sem ýttu undir þessa þróun heldur líka aukið sjálfstraust fornleifa-
fræðinnar sem lýsti sér í því að fornleifafræðingar sáu æ fleiri möguleika á að
túlka fornleifar sem heimildir um ýmislegt annað en þjóðerni. Þeir bjuggu
sér til kennileg tæki til að túlka fornleifar sem vísbendingar um efnahag og
samfélag, umhverfi og jafnvel – og í auknum mæli – um hugmyndir og
tilfinningar löngu genginna kynslóða.27 Hér er ekki rúm til að fara út í þá sálma
en málið er að þjóðerni hefur ekki verið meginviðfangsefni fornleifafræðilegra
rannsókna í meir en hálfa öld. Fornleifafræðingar hafa helgað sér miklu víðari
veiðilendur og þó það væri ekki nema út af því þá hefur hin gamla áhersla, að
rannsaka fornleifar til að skilgreina þjóðerni, verið lögð til hliðar.
Sem betur fer, en það leið raunar langur tími þangað til að nýir kennilegir
straumar í fornleifafræði fóru að hafa teljandi áhrif á störf og viðfangsefni
íslenskra fornleifafræðinga.28 Það er ekki fyrr en á níunda áratug tuttugustu
aldar sem þess fara að sjást skýr merki – og skýrasta merkið er, eins og nefnt
hefur verið, lagabreytingin 1989 þegar öllum fornleifum í landinu var gefin
lagavernd.
25 Trigger 1989, bls. 110-206; Jones 1997, bls. 1-14, 56-83.
26 Shnirelman 2014.
27 Sjá t.d. Cunliffe ofl. ritstj. 2002.
28 Lucas 2004.
Borða Íslendingar SS pylsur?