Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 163
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS162
hald innviða. Sam félag getur ekki án fortíðar verið og hvernig það hlúir að
fortíð sinni er mæli kvarði á menningar stig þess. Alveg eins og samfélag þarf
vegakerfi og heilbrigðiskerfi þarf heildstætt og vel smurt minjakerfi, kerfi sem
greiðir aðgang, eykur lífsgæði og gerir okkur mögulegt að eiga samskipti við
annað fólk. Það þurfa að vera öflugir og heildstæðir innviðir, innviðir sem
tryggja að ekkert verði útundan, gleymist eða skemmist, innviðir sem tryggja
að þau sem hafa áhuga geti kynnt sér það sem þau vilja og mótað sér sína
eigin skoðun. Og það þurfa að vera sveigjanlegir innviðir sem geta brugðist
við breyttum aðstæðum og breyttum þörfum; speglun einnar kynslóðar
dugar ekki endilega þeirri næstu og innviðirnir þurfa að geta þjónað hinni
yngri án vandræðagangs.
Þessi hugsun knýr okkur líka til að endurmeta gildi minjanna okkar. Þó
að þjóðlegt gildismat, sem liggur m.a. að baki friðlýsingum á minjastöðum og
úrvali gripa á fastasýningu Þjóðminjasafnsins, hafi fyrir löngu tapað fræðilegu
inntaki sínu þá hefur engin ný hugsun komið í staðinn.
Við sitjum ennþá uppi með gömlu kenninguna þó við vitum að hún
sé vond. Sú afstöðubreyting sem hér er boðuð leysir ekki þann vanda á
svipstundu en hún ætti að vísa veginn fram á við. Ef við venjum okkur á að
hugsa út í að minjar geti haft margvíslegt og margfalt gildi, að margir gætu
haft áhuga á þeim og vilja njóta þeirra í alls konar tilgangi, þá munum við
eiga auðveldara með að þróa nýjar leiðir við að velja úr eða jafnvel komast að
þeirri niðurstöðu að það sé vitleysa að velja úr, ekki fremur en við veljum úr
sjúklingum til að lækna á Landspítalanum.
Að þetta snýst um ábyrgð er grundvallaratriði; á meðan við teljum okkur
trú um að minjarnar okkar séu bara einhver tákn, eitthvert skraut sem má
huga að við hátíðleg tækifæri og þegar vel árar, þá rísum við ekki undir nafni
sem þjóð. Ég legg til að við notum hugtakið þjóðminjar til að minna okkur
á þá ábyrgð.