Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Síða 169
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS168
sannarlega líta sem afsprengi breyttra starfshátta rótgróins safns. Vesturfarsetrið
á Hofsósi samdi við Byggðasafn Skagfirðinga árið 1996 og Sögusetur íslenska
hestsins árið 2007 um að safnið láni setrunum sýningargripi. Samstarfið hefur
leitt til þess að munaflokkur sá er snýr að búferla-, fólks- og vöruflutningum
er einn af stærstu munaflokkum Byggðasafnsins. Ég nefni þetta vegna þess
að greinarhöfundar tilgreina styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra
þann 3. apríl 20092 til sýningargerðar hjá Sögusetrinu og virðast líta á það
sem munasafn. Á heimasíðu þess segir að það taki við og visti „muni og
aðrar heimildir í samráði við sérhæfðar stofnanir svo sem skjala-, ljósmynda-
og minjasöfn.“3 Hvorugt setranna er raunverulegt munasafn þótt bæði eigi
fáeina gripi sem þau hafa í sýningum.
Annað dæmi sem Sigurjón Baldur og Heiða Björk draga fram sem merki
um breytingarnar snertir Byggðasafn Skagfirðinga með öðrum hætti og það
þarfnast skoðunar og skýringar. „Styrkir sem hafa verið veittir á grundvelli
menningarsamninganna fóru margir hverjir til þeirra safna sem til voru í
landinu [...] Sem dæmi má nefna að Menningarráð Norðurlands vestra veitti
styrki árið 2009 til verkefna á borð við [...] varðveislu minjasafns Kristjáns
Runólfssonar.“ 4 Verkefnið telja þau áhugavert og að það, ásamt öðrum, slái
„nýjan tón frá því sem var.“ Hvernig? Jú, „einkasafn sem Kristján rak í húsnæði
Byggðasafns Skag[firðinga] á Sauðárkróki, með á þriðja þúsund muna sem
hann safnaði sjálfur. Þetta er áhugavert verkefni, þar sem opinber stofnun fór
í samstarf við einkaaðila um rekstur á safni hans. Upp úr samstarfinu slitnaði
hins vegar árið 2005 þar sem það þótti ekki við hæfi að reka einkasafn undir
verndarvæng opinberrar stofnunar“5 og er vitnað í Morgunblaðið þann 4.
janúar 20056. Í Morgunblaðsgreininni kemur fram að:
1. það slitnaði upp úr samningi um samstarf milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar
og einkasafnarans Kristjáns Runólfssonar,
2. þáverandi sveitarstjóri útskýrði að sveitarfélagið gæti ekki ráðið
einkasafnara eins og Kristján sem starfsmann,
3. yfirmaður markaðs- og þróunarsviðs, sem söfn sveitarfélagsins tilheyrðu,
sagði það að hýsa einkasafnara í sama húsnæði og Byggðasafnið, hefði
ekki „skilað okkur fram á veginn í safnamálum.“
2 Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Heiða Björk Árnadóttir 2013, bls. 99; http://www.ssnv.is/
Portals/62/styrkhafar%20030409.pdf. Skoðað 20.mars 2014.
3 http://www.sogusetur.is/is/um-sogusetridhttp://www.sogusetur.is/is/um-sogusetrid. Skoðað 21.
mars 2014.
4 Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Heiða Björk Árnadóttir 2013, bls. 99.
5 Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Heiða Björk Árnadóttir 2013, bls. 100.
6 http://www.mbl.is/greinasafn/grein/837651/. Mbl. þann 4. janúar 2005. Skoðað 20. mars 2014.