Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Síða 170
169„SAMSTARF“ BYGGÐASAFNS SKAGFIRÐINGA OG KRISTJÁNS RUNÓLFSSONAR
Orð þeirra þarf að skoða í ljósi þess að Kristján Runólfsson gerði upphaflega
samning við Sauðárkróksbæ og Sveitarfélagið Skagafjörður fékk hann í arf
eftir að Sauðárkróksbær sameinaðist hreppum í Skagafirði, öllum nema
Akrahreppi. Sauðárkróksbær var, eins og hrepparnir, einn eigandi Byggðasafns
Skagfirðinga en bærinn var með sína eigin Muna- og minjanefnd og hafði
lengi haft áhuga á því að setja upp safn (sýningu) á eigin forsendum.
Í febrúar 1996 samþykkti bæjarstjórn Sauðárkróks að „ganga til samninga
við Kristján Runólfsson um stofnun og rekstur Minjasafns Kristjáns Runólfs-
sonar, enda hefur hann lýst því yfir með bréfi dags. 24. jan. s.l. að safn hans falli
til Sauðár króks bæjar í heilu lagi og kvaðalaust í fyllingu tímans.“7 Í samningi
sem Sauðár króks bær gerði við Kristján Runólfsson 20. júlí 1996 kemur fram
að hann fái sýningarhúsnæði fyrir safn sitt og að hann ætti að gæta annarra
sýninga sem Sauðárkróksbær myndi setja upp í húsinu. Ákvæði var um það
að hann setti upp sýningu „eigi síðar en 1. apríl 1997.“8 Það gekk ekki eftir.
Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga setti upp fyrstu sýninguna fyrir
Muna- og minjanefnd Sauðárkróksbæjar. Sýndir voru munir sem Andrés
Valberg gaf á Sauðárkrók 1988 og var sýningin opnuð í júlí 19979. Sýningin
var sett upp í Minjahúsinu, sem svo er kallað, og var gamalt pakkhús sem
Kristján lagði áherslu á að fá fyrir safn sitt. Hann opnaði sýningu í húsinu um
haustið. Bæjaryfirvöld kostuðu rekstur hússins og uppsetningu sýningar hans
gegn því að hann gæfi bænum safnið þegar hann „hætti að safna og kysi að
hætta störfum,“ eins og fram kemur í samkomulagi við hann, sem undirritað
var 20. júlí 1996.10 Eða „þegar hann hætti að hafa af því ánægju,“11 eins og
hann túlkaði það sjálfur í Morgunblaðsgrein þann 20. desember 1997 undir
fyrirsögninni „Gefur Sauðárkróksbæ minjasafn.“12 Þessi fyrsti samningur við
Kristján, eða samkomulag, var til tveggja ára.
Kristján safnaði munum á eigin forsendum óáreittur áfram eins og áður
en nú undir verndarvæng Sauðárkróksbæjar, sem leit á hann sem fulltrúa sinn
í safnamálum og safn hans sitt verðandi minjasafn. Enda virtust bæjarfulltrúar
þess tíma ekki líta á Byggðasafn Skagfirðinga sem sitt safn, þótt bærinn
stæði að því eins og önnur sveitarfélög í héraðinu. Staðan var erfið fyrir
Byggðasafnið og vandræðaleg eftir að sveitarfélögin voru sameinuð 1998 en
7 HSk. O-17 AB/7-1. Fundargerð Sauðárkróksbæjar þann 20.02.1996. 3. fundarliður.
8 HSk. O-17 DA/4-8. Samkomulag. Sauðárkróksbær og Kristján Runólfsson, 1996, 8. gr.
9 http://www.mbl.is/greinasafn/grein/344224/. Mbl. Þann 22. júlí 1997. Skoðað 22. mars. 2013.
10 HSk. O-17 DA/4-8. Samkomulag. Sauðárkróksbær og Kristján Runólfsson, 1996, 7. gr.
11 http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=130150&pageId=1894701&lang=is&q=minjasafn.
Skoðað 22. mars 2013.
12 http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=130150&pageId=1894701&lang=is&q=minjasafn.
Skoðað 22. mars 2013.