Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 172
171„SAMSTARF“ BYGGÐASAFNS SKAGFIRÐINGA OG KRISTJÁNS RUNÓLFSSONAR
ákvað að reyna fyrir sér annarsstaðar, fluttist suður á land og setti upp sýningu
á safni sínu í Hveragerði.
Í Morgunblaðsgreininni, sem Sigurjón Baldur og Heiða Björk vitnuðu
til, kemur réttilega fram að Byggðasafnið kostaði auglýsingar vegna sýninga
í Minjahúsinu eftir að verkstæðissýningarnar á vegum þess voru opnaðar
2002. Samstarfsvettvangur var sannarlega fyrir hendi en Kristján hafnaði
flestri viðleitni um verkstýringu eða aukið samstarf. Byggðasafnið var aldrei
samningsbundið honum þótt báðum væri ætlað að nota sama húsnæðið. Árið
2007 keypti Hjalti Pálsson safnið af Kristjáni sem hafði boðið það falt eftir að
sýningu hans í Hveragerði var lokað. Sá gjörningur var ekki að frumkvæði
Byggðasafns Skagfirðinga. Styrkurinn sem Menningarráð Norðurlands vestra
veitti þann 3. apríl 2009 til að varðveita munasafn Kristjáns Runólfssonar var
veittur Hjalta Pálssyni vegna kaupa hans á safninu.18 Hjalti afhenti Byggðasafni
Skagfirðinga munasafn Kristjáns árið 2010.19
Samstarf Byggðasafns Skagfirðinga og Kristjáns Runólfssonar var
hvorki fugl né fiskur, fyrir utan gæslu á sýningunum í Minjahúsinu en
allur þessi gjörningur getur vel flokkast undir „áhugavert verkefni,“ eins
og greinarhöfundar orða það. Atburðarásin, sem um ræðir, nær frá því að
einkasafn var vistað undir verndarvæng bæjarfélags án nokkurra kvaða og til
þess að það var keypt og afhent Byggðasafni Skagfirðinga þar sem umsýsla
þess fellur undir þær faglegu kröfur og kvaðir sem viðurkennd söfn vinna
eftir. Draumur manna um einhvers konar uppbyggingu „byggðasafns“
á Sauðárkróki á forsendum einkasafnara sýnir í raun þann óheppilega
misskilning sem víða gætir um muninn á opinberum söfnum og einkasöfnum
og söfnum og sýningum. Þá má einnig benda á að á þeim breytingatímum, sem
síðustu tveir áratugir voru í safnalegu tilliti, áttuðu margir eigendur „gömlu“
safnanna sig ekki á að þeim væri hægt að breyta til lags við nýja tíma og
héldu áfram að túlka þau samkvæmt störfum þeirra á 20. öld. Atburðarásina
má rekja til ferðaþjónustuvæðingar safna með beinum hætti. Dæmið sýnir
ríkan vilja heimamanna til að bæta afþreyingu á svæðinu en lítinn skilning
eða sýn á hvernig nýta mátti og bæta það sem var fyrir hendi. Menn sáu ekki
fyrir endann á leiðangrinum sem lagt var í og gerðu engar ráðstafanir til
langs tíma eða til afmörkunar. Áhugavert er sannarlega orð sem nota má um
ferilinn allan og vissulega var hann lærdómsríkur. Hann getur þó á engan hátt
talist vænlegur til eftirbreytni.
18 http://www.ssnv.is/Portals/62/styrkhafar%20030409.pdf. Skoðað 20.mars 2014.
19 http://www.glaumbaer.is/static/files/Skjol/10-arsskyrsla.pdf, bls. 5. Skoðað 23. mars 2014.