Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 195
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS194
niður að fjósinu. Þar hafði
áður verið brattur bakki sem
jafnaður hafði verið niður
með jarðýtu. Ýtan hafði
fjarlægt allan jarðveg ofan af
beinunum, og svæðinu allt
í kring, og leiddi rannsókn
í ljós að þarna var nú aðeins
eftir neðsti hluti grafar. Allt
samhengi grafarinnar við
upphaflegt yfirborð eða jarð-
og gjóskulög var því horfið
(sbr. myndir 1-5). Það var því
ekki hægt að segja til um hve
djúp gröfin hefði verið eða
hvort einhver umbúnaður
hafi verið umhverfis hana.
Jarðvegur var þarna afar
sendinn og voru varðveislu-
skilyrði fyrir bein fremur slæm.
Þegar hreinsað hafði verið
frá beinunum og svæðinu í
kring, komu útlínur á botni
grafarinnar allvel í ljós. Umhverfis beinin var þétt dökkbrún mold á 1,36 m
löngu og 0,7 m breiðu svæði, sem hefur líklega verið hluti af líkamsleifum
og grafarfyllingu. Beinaleifarnar lágu í þessu lagi sem var allt að 10 cm þykkt.
Moldardreif sem grafin var fram við norðurenda grafarinnar benti til þess
að heildarlengd grafarinnar hefði verið um 1,6 m að lengd. Um 0,2-0,4 m
vestan við gröfina mátti greina för í sandinum eftir spaða sem hefur verið um
14-16 cm breiður. Hugsanlega eru þetta för eftir spaðann sem notaður var
til að taka gröfina á sínum tíma, þó ekki sé hægt að fullyrða það með vissu.
Teikning af kumlinu (mynd 5) sýnir að gröfin lá í norður-suður og
hefur höfuðið verið norðanmegin og horft til suðurs. Þar fundust nokkur
höfuðkúpubein, m.a. leifar af kjálkabeini með allmörgum tönnum og
leggjarbein (mynd 6). Við greiningu reyndust beinin vera úr ungri konu sem
var á bilinu 25-35 ára gömul þegar hún lést.4
Í kumlinu fundust þrír gripir: Glerperla, (Þjms 1979-338-1) einföld að
4 Hildur Gestsdóttir 1998, bls. 11; Kristján Eldjárn 2000, bls. 241-42.
Mynd 4. Horft til suðurs yfir leifar kumlsins í flaginu. Lausa-
moldin hefur verið hreinsuð frá kumlinu. Beina leif arn ar eru fyrir
miðju. Greina mátti útlínur grafarinnar og eru þær sýndar með
strikalínu í jarðveginum (Skg-4619).