Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 196
195KUML OG VÖLVULEIÐI Í EINHOLTI Á MÝRUM
gerð, snúin og kringlótt, dökkblá eða svört að lit (mynd 7). Hún er 1,5 cm
í þvermál og 0,35 cm þykk.5 Hún fannst reyndar í yfirborði um 1 m vestan
við sjálft kumlið en hefur vafalaust borist þangað úr kumlinu við jarðraskið.
Nagli úr járni (Þjms 1979-338-2) sem vantar á höfuðið 3,0x0,7x0,7 cm að
stærð og boginn járnteinn (Þjms 1979-338-3), um 3,1x0,6x0,3 cm að stærð.
Bæði járnbrotin eru mjög ryðguð og illa farin (mynd 8).
Áður en kumlið fannst hafði enginn tekið eftir neinum ummerkjum á
yfirborði sem bentu til þess að þar væri kuml undir. Hvorki þúst, haugur eða
steinar. Þar sem allt svæðið var sléttað er erfitt að segja til um það eftirá hvort
gröfin hafi verið stök eða hvort aðrar minjar eða fleiri grafir hafi verið á
svæðinu. Hvergi varð vart við steina neins staðar í flaginu eftir jarðýtuna sem
gætu hafa færst úr stað frá kumlinu, þannig að það verður ekki heldur ráðið
af aðstæðum á vettvangi hvort eða hvers konar umbúnaður hafi upphaflega
verið í kringum kumlið.
Út frá legu beinanna og gripunum sem fundust, glerperlunni og
járnmolunum, virðist enginn vafi leika á því að þetta er heiðið kuml sem
hægt er að tímasetja til 10. aldar.
5 Elín Ósk Hreiðarsdóttir 2005 II, bls. 14
Mynd 5. Teikningar af kumlinu. Fyrir miðju er flatarteikning, Neðst er langsnið og til hægri er þversnið yfir kumlið
(T-1979-338-2).