Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 206
205MARÍUKIRKJA Í BORG
heimaræktað bygg kynni að hafa verið malað í handkvörn í Borg til loka
fjórtándu aldar. Aligæsir hafa veitt einhverja björg í bú og bein þeirra bárust
mér stundum í hendur á reiki um bæjarsorp í gömlu Borg. Allt liggur hér
ljóst fyrir um kirkjugripi. Um steinhnúðana 12 getur ekki. Um þá er ekkert
vitað og mér vitanlega hefur enginn þeirra risið úr Borgarmoldum.
Munnlaugarnar tvær, mundlaugar á sumra vörum, tengjast katólskri
messu, eirskálar að ég ætla. Tvær slíkar komu upp úr kirkjutóft bæjar við
fornleifarannsókn í Kúabót í Álftaveri og hafði hann eyðst í Kötlugosi seint
á 15. öld. Forn eirskál sem Kolbeinn Gissurarson bóndi í Selkoti fann nálægt
1950 um 250 m vestur frá Borgarhól í fjörubakka Bakka kotsár gæti sem
best verið mundlaug miðalda kirkju.
Maríu skrift Borgar kirkju hefur
væntanlega staðið á altari eða
yfir altari. Hún hélt velli
langt fram á þann tíma sem
einkenndist af mynd broti
og útrýmingu helgimynda
í kirkjum. Nágrannakirkjur
Borgar, í Miðbæli og
Eyvindarhólum, voru báðar
helgaðar Maríu guðsmóður. Í
Eyvindarhólum hélt heilög María
velli með þeim hætti fram á 20. öld
að rúnin M var rekamark kirkjunnar.
Lokagrein máldagans frá 1371 tengist sr. Ámunda presti í Borg sem hefur
verið auðugur og mikils háttar að ætt. Um 1350 hefur hann lagt Borgarkirkju
það kvikfé sem greint er í upphafi máldagans, fylgifé sem átti að styrkja
framfærslu ættingja hans til komandi tíma. Skráður gerningur um það er
löngu glataður. Ámundagarður í mörkum milli Borgar og Bakkakots kynni
að vera kenndur við Ámunda prest en allt eins við nafna hans, Ámunda
Þormóðsson bónda og lögréttumann í Skógum, d. 1675. Hann hafði umsjón
með Skógaléni, konungseign og Bakkakot var hluti þess.
Nú verður löng eyða í sögu Borgarkirkju, eða allt til 1541. Þá kvittar
Gissur Einarsson biskup, staddur á Þykkvabæjarklaustri þann 31. ágúst, „erliga
dandispíku“, Önnu Vigfúsdóttur um niðurfall og reikningsskap kirkjunnar í
Borg undir Eyjafjöllum.5
Þetta er sú sögufræga Anna, dóttir Vigfúsar Erlendssonar hirðstjóra sem
5 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 658.
Mundlaug (?) frá Stóru-Borg.
Ljósmynd: Oddný Eir Ævarsdóttir.