Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 208
207MARÍUKIRKJA Í BORG
er niður nídd og ein klukka uppi. Enginn bær er í sókninni samvæmt Oddi.8
Biskup telur því hjáleigurnar greinilega ekki til sóknarbæja. Erlendur sonur
Önnu og Hjalta býr í Borg þegar hér er komið við sögu, giftur Guðrúnu
Árnadóttur, Brandssonar. Tveir eru nafngreindir synir þeirra, Eiríkur og
Björn. Eiríkur bjó fyrst í Borg, síðar á Barkarstöðum í Fljótshlíð, giftur Helgu
Þorleifs dóttur yngra, Ásmundssonar á Stórólfshvoli. Björn bjó síðar í Borg.
Sonur hans, Jón bjó þar árið 1641. Þann 26. sept. er Brynjólfur Sveinsson
biskup á yfirreið og sækir heim Borgarkirkju. Flest er með fullum sóma. Í
vísitasíu bók biskups er ýmislegt skráð. Kirkjan á Borg á þá Klambrarland
og Borgar tungur „nema bréf fram komi“. Með því fyrrnefnda fylgja fjögur
hundruð fjöru og níu málnytukúgildi. Þar eru til dæmis hökull með grænum
krossi, sloppur, glitað altarisklæði með brún, heilt og bærilegt. Silfurkaleikur
með platínu og koparstétt, tvær koparpípur yfir altari. Tekið er fram að írskan
kross vanti, sömuleiðis er aðeins til ein klukka heil og önnur brotin þótt þrjár
séu tilteknar í eldri máldaga. Kirkjan er í sjálfu sér væn og stæðileg og flestir
viðir nýir, altari og predikunarstóll. Kórinn er þiljaður og tvö stafgólf í fram-
kirkjunni. Hurð er á járnum. Þá er tekið fram að „kvenloft“ sé í kirkju og þil
milli kórs og kirkju kvennamegin.9
8 BL.Add.II.245.
9 Bps A II:7. Vísitasíubók Brynjólfs Sveinssonar.
Kirkjugarður í Stóru-Borg. Hver einasti hnaus í veggjabrotum var mjög greinilegur. Hlaðið hafði verið úr
strenghnaus sem náði þvert yfir vegg (ekkert moldað upp í veggi). Allar þessar grafir voru opnar til botns. Myndin
birtist áður í grein í Árbók, sjá Mjöll Snæsdóttir 1988.