Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 214
213MARÍUKIRKJA Í BORG
nýársmessu. Bitabúturinn er nær jafn á alla kanta, um 10 cm í þvermál, lengd
1,27 m. Haft skal fyrir satt að hann sé vitni um kórbita Borgarkirkju frá 17.
öld. Klambra var sem fyrr getur kirkjueign og viðir til bóta jarðarhúsum hafa
komið frá Borg. Bitabúturinn er einstakur í minjum.
Eigendur Stóru-Borgar sátu þar að búi frá fyrri hluta 16. aldar og að
nokkru langdrægt til loka 17. aldar. Kirkjan lagði þeim ábyrgð og skyldur
á herðar. Jón Björnsson virðist hafa brugðist hvað best við þeim. Niðjar
Önnu í Borg glötuðu með tíð og tíma ættarauði. Eiríkur Erlendsson á
Barkarstöðum, niðji Erlends Hjaltasonar, forfaðir minn, hraktist þaðan seint á
18. öld á kotbýlið Murnavöll undir Eyjafjöllum. Eigendur Borgar 1695 voru
Gísli Magnússon frá Hlíðarenda að hálfu, sr. Oddur Eyjólfsson í Holti átti 15
hdr. og sonur hans, sr. Þórður á Völlum, 5hdr., sennilega móðurarf. Hildur
Þorsteinsdóttir móðir hans dó 1695. Vísi-Gísli dó 1696 og forfaðir minn,
sr. Högni Ámundason í Eyvindarhólum (d. 1707) keypti eign hans í Borg
af Guðríði Gísladóttur biskupsfrú í Skálholti. Hinn helminginn áttu árið
1709 synir sr. Odds í Holti, sr. Þorsteinn í Holti og sr. Þorkell í Gaulverjabæ.
Borgarkirkja naut engrar umsjár frá þessu eignafólki.
Jón Björnsson bónda í Stóru-Borg, niðja Önnu og Hjalta, taldi ég rísa þar
úr moldum í búmarki á snælduhölum, samandregnir stafirnir JB.
Rústir Miðbælis. Tvö bæjarstæði í mynd. Mótar glöggt fyrir kirkjutóft og kirkjugarði hægra megin í mynd, neðan
bæjarstæðis. Ljósmynd: Háskólinn í Birmingham.