Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 2
Rósarækt í Hveragerði
Á Íslandi má segja að ekki séu kjöraðstæður til rósaræktar en vel er þó hægt að rækta þær í gróðurhúsum. Kata, einn starfsmanna Ræktunarstöðv-
arinnar í Hveragerði, hugaði vel að tignarlegum og háum rósunum í gróðurhúsinu í gær þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði en einkar
mikilvægt er að gróðurhús hér á Íslandi séu vel einangruð svo að kuldinn og frostið komist ekki þar inn, sér í lagi að vetrarlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÓPAVOGUR „Við höfum rætt þetta
við lögfræðinga og erum mjög
hrædd um að þetta muni lenda
á okkur,“ segir Andrej Holbicka,
eigandi parhúss að Skólagerði 49 á
Kársnesi í Kópavogi.
Frétt um húsið birtist á vef Frétta-
blaðsins í gær en það er 204,2 fer-
metrar og er áhugasömum bent á
að bóka skoðun á eigninni hjá Fast-
eignasölunni Mikluborg og gera það
með fagaðilum í viðeigandi klæðn-
aði af heilsufarsástæðum. Seljandi
er dánarbú sem eignaðist húsið í
skuldaskilum. Ljóst er að tugi millj-
óna þarf til að gera húsið íbúðar-
hæft og óttast Andrej að þurfa að
taka þátt í þeim kostnaði.
Andrej segir í samtali við Frétta-
blaðið að fyrrverandi eigandi húss-
ins hafi ekki sinnt neinu viðhaldi,
undanfarin fjörutíu ár eða svo.
Hann segir að fjölskyldan hafi lengi
haft áhyggjur af stöðu mála.
„Við höfum rætt þetta við lög-
fræðinga og erum mjög hrædd um
að þetta muni lenda á okkur,“ segir
hann. Andrej segist ekki hafa haft
hugmynd um íslensk lög um parhús
þegar hann keypti eignina. Slíkt
tíðkist ekki í Evrópu.
„Maðurinn hafði ekki sýnt neinn
áhuga á viðhaldi og ég hef oft beðið
um að til dæmis Kópavogsbær geri
eitthvað í málunum. Það hefur ekki
verið gert og þetta er bara búin að
vera skelfileg staða,“ segir hann.
Andrej tekur fram að hann hafi
gert allt fyrir sitt eigið hús. Oft hafi
verið erfitt að standa í endurnýjun
og endurbótum vegna aðfinnslna
frá fyrrverandi eiganda. Hann
segir að sér hafi verið ráðlagt af lög-
fræðingi að gera samkomulag um
viðgerðir við manninn.
„Svörin sem ég fékk voru þau að
ég yrði að gera samkomulag við
manninn, um að hann sæi um sinn
hlut og ég um minn. En hann vildi
ekki skrifa undir slíkt.“
Andrej segir Kópavogsbæ hafa
sýnt máli sínu lítinn áhuga, þrátt
fyrir að hann hafi endurtekið
viðrað áhyggjur sínar af umgengni
mannsins við eignina. Hann segir
nágranna einnig hafa haft áhyggjur
vegna hússins. Nú bíði fjölskyldan
eftir því að nýr eigandi muni mögu-
lega rukka þau fyrir himinháan
viðgerðarkostnað vegna gjörónýts
hússins. „Það gæti gerst. Og yrði
mjög ósanngjarnt,“ segir Andrej.
Seljandi bendir því á að gæta
þurfi sérstakrar árvekni við skoðun
á húsinu. Mikilvægt er að leitað sé
aðstoðar sérfræðinga og haft eftir
Gunnari Þorfinnssyni bygginga-
fræðingi að eignin sé afar illa farin
og þarfnist algjörrar endurnýjunar
að innan og utan, sökum raka-
skemmda og myglu.
Slíkar skemmdir megi finna á
öllum hæðum hússins, auk áber-
andi myglu víðast hvar ásamt
öðrum óhreinindum. Lagnir eru
tærðar og ónýtar ásamt viðvarandi
leka. Þá þarfnast botnplata í kjall-
ara endurnýjunar þar sem hún er
morknuð. Þá þarfnast þakið endur-
nýjunar, auk þess sem endurbóta er
þörf á steyptum flötum og endur-
nýja þarf allt tréverk, glugga og
hurðir. odduraevar@frettabladid.is
Festust óafvitandi í
niðurníddu parhúsi
Andrej Holbicka, eigandi parhúss að Skólagerði 49 á Kársnesi í Kópavogi, seg-
ist hafa þungar áhyggjur af því að kostnaður við viðgerðir á húsi nágrannans
muni falla á hann. Áhugasamir þurfa að skoða eiginina í viðeigandi klæðnaði.
Hér sést munurinn á vinstri og hægri hluta hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Maðurinn hafði
ekki sýnt neinn
áhuga á viðhaldi og ég hef
oft beðið um að til dæmis
Kópavogsbær geri eitthvað í
málunum. Það hefur ekki
verið gert og þetta er bara
búin að vera
skelfileg
staða.
Andrej Holbicka
VIÐSKIPTI „Við erum að sjá mjög
mikla aukningu í sölu á Corona
á síðasta ári,“ segir Halldór Ægir
Halldórsson, vörumerkjastjóri hjá
Vínnesi, umboðsaðila Corona-bjórs
hér á landi.
Greint var frá því í erlendum fjöl-
miðlum að bjórtegundin hefði farið
illa út úr kórónaveirufaraldrinum.
Í könnun sem USA Today gerði
fyrir ári, þegar faraldurinn var að
breiðast út, sögðust 16 prósent telja
að bjórtegundin væri tengd faraldr-
inum. Sala bjórsins hélt hins vegar
sínu striki.
Boðið verður upp á tímabundna
verðlækkun á Corona í verslunum
Vínbúðanna í febrúar. Mun ein
flaska lækka um meira en hundrað
krónur út mánuðinn. Halldór Ægir
segir að ástæðan sé alls ekki léleg
sala. „Ísland sker sig úr þegar kemur
að sölunni á Corona í fyrra. Þetta var
vissulega erfitt ár um allan heim, en
ég veit ekki hvað það er, hvort það
sé þessi sérstaki húmor Íslendinga
sem veldur því að sala Corona eykst
svona mikið í miðjum kórónavei-
rufaraldri en ég veit að salan dróst
víða saman,“ segir Halldór.
Þrátt fyrir birgðaþrot hafi salan
aukist um tæp 12 prósent á milli
ára í Vínbúðunum, alls um helming
síðustu þrjú árin á undan.
„Við viljum helst af öllu koma
bjórnum út á góðu verði í góða
hálsa.“ – ab
Húmor Íslendinga valdið
uppsöfnun á Corona-bjór
Ísland sker sig úr
þegar kemur að
sölunni á Corona í fyrra.
Halldór Ægir Hall-
dórsson, vöru-
merkjastjóri hjá
Vínnesi
REYKJAVÍK Garðkönnu var kastað í
rúðu á heimili Ólafs Kr. Guðmunds-
sonar, varaborgarfulltrúa Sjálf-
stæðisf lokksins, í fyrrinótt með
þeim afleiðingum að hún brotnaði.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var árásinni ekki beint
sérstaklega að heimili Ólafs heldur
gekk maður berserksgang og réðst
að þremur heimilum í sömu götu og
Ólafur býr við.
Hending ein hafi ráðið því að
heimili Ólafs varð fyrir skemmdar-
verkum. Ólafur hefur verið mikið
í umræðunni síðustu daga eftir að
hann tjáði sig um þá staðreynd að
skotárás var gerð á bifreið borgar-
stjórans í Reykjavík. Í kjölfarið var
honum vikið úr öllum nefndar-
störfum fyrir f lokkinn.
Á fundi borgarstjórnar fyrr í
vikunni var fært í bækur að borgar-
stjórn fordæmdi þær árásir sem átt
hefðu sér stað á bíl borgarstjóra og
höfuðstöðvar stjórnmálaf lokka.
„Allt slíkt of beldi er aðför að okkar
frjálsa, lýðræðislega samfélagi og
með öllu óásættanlegt.“ – mhj, bdj
Rúða brotin
heima hjá Ólafi
Árásinni var ekki beint sérstaklega
að heimili Ólafs. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
4 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð