Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 23
Þannig verður hægt að fylgjast með Örvídd um land allt, ef fólk hefur ekki tök á að gera sér ferð á Vífilsstaði. Að þessu sinni verður hægt að fylgjast með fjölda viðburða heima í stofu eða úr hlýjum farartækjum. „Vegna faraldursins er því miður ekki hægt að halda viðburði inni á söfnunum eða á stöðum þar sem fjöldatakmark- anir eiga við. Því höfum við eins og f leiri, brugðið á það ráð að skoða nýjar og skapandi leiðir til þess að gleðja gesti Garðabæjar og f leiri á Vetrarhátíðinni,“ segir Ólöf Breiðfjörð, menningarfulltrúi Garðabæjar. Umbreytir húsi í listaverk Ólöf segist hafa fengið frjálsar hendur frá menningar- og safna- nefnd til að finna leiðir til að gleðja hátíðargesti. „Mér finnst ómissandi að bjóða upp á ljóslista- verk á vel völdu húsi. Ég hafði því samband við Hrund Atladóttur sem er áhugaverður listamaður og hefur meðal annars unnið að verkum sem umbreyta húsum í listaverk með ljósi. Hún þáði boðið og ég bað hana um að fara í bíltúr um Garðabæinn til að skoða hugsanlegar staðsetningar fyrir listaverk af þessu tagi. Hús á Vífils- stöðum varð fyrir valinu. Sjálf hafði ég einnig séð fyrir mér að setja upp ljóslistaverk á Vífilsstöð- um því þar er fjöldi húsa með afar áhugaverða sögu. Þar er meðal annars Vífilsstaðaspítali sem var berklahæli frá 1910. Einnig er þar að finna nokkrar byggingar eftir Guðjón Samúelsson, einn rómað- asta arkitekt Íslands. Hrund var þá hrifin af því að setja verk upp á Búshúsinu svokallaða sem er ein- mitt eftir Guðjón. Verk Hrundar, sem ber nafnið Örvídd, mun hvort tveggja vísa í sögu staðarins sem berklahælis, en einnig tengja við nútímann þar sem við glímum nú einnig við örverufaraldur, sem að þessu sinni nefnist COVID-19.“ Fyrir framan Búshúsið er stórt bílastæði sem býður upp á góða yfirsýn yfir verkið. „Þannig getur fólk komið á sínum eigin bíl og notið þess að horfa á verkið gegn- um bílrúðuna.“ Kveikt verður á ljóslistaverkinu á föstudagskvöld- inu, 5. febrúar, klukkan 18.00 og verður það lýst upp til klukkan 23.00 sama kvöld. „Hrund hefur áður fengið hljóðlistamenn í lið með sér og að þessu sinni fékk hún Geir Helga Birgisson til að semja verk sem kallast á við ljóslista- verk Hrundar. Hljóðverkið verður spilað á sama tíma og verkið lifir á útvarpsrásinni FM 107,5 og svo munum við sýna beint frá ljós- verkinu á Facebook-síðu Garða- bæjar. Þannig verður hægt að fylgjast með Örvídd um land allt, ef fólk hefur ekki tök á að gera sér ferð á Vífilsstaði,“ segir Ólöf. Ljóskerin loga skært Ljósið er viðvarandi þema á Vetr- arhátíð í Garðabæ en fyrir framan Hönnunarsafnið verður kveikt á 44 ljóskerjum úr leir. „Sýningin er í tilefni af 40 ára afmæli Leirlista- félags Íslands og kveikt verður á ljóskerjum eftir 25 leirlistamenn klukkan 18.00 fimmtudaginn 4. febrúar. Ljósin loga á kerjunum til klukkan 20.00 þann 4. og svo frá 12.00-20.00 fram á sunnudag 7. febrúar. Þetta verður örugglega yndisleg sjón að sjá öll þessi ker loga skært í kvöldmyrkrinu.“ Tvær sagnagöngur Á laugardeginum mun hinn sagnafróði göngugarpur Einar Skúlason leiða hópleiðsögn og göngu fyrir áhugasama. „Við vildum tengja leiðsögn við ljós- listaverkið á Vífilsstöðum og Lýsing, birta og bjartsýni í Garðabæ Bjartsýni á fjallstoppi, ljóskerjadýrð, upplýstar örverur og fleiri spennandi viðburðir munu gleðja gesti Vetrarhátíðar í Garðabæ sem haldin verður frá fimmtudegi til sunnudags, 4. til 7. febrúar. Hrund Atladóttir og Ólöf Breiðfjörð við Búshúsið þar sem Hrund mun umbreyta byggingunni í ljóslistaverk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hér má sjá stillu úr ljósverki Hrundar, Örvídd, en í verkinu notar hún ör- verur til að tengja saman nútímann og gamla tímann. Í tilefni af 40 ára afmæli Leirlistafélags Íslands verður kveikt á 44 ljós- kerjum eftir 25 leirlistamenn klukkan 18.00 fimmtudaginn 4. febrúar. Bækur Kristínar Helgu Gunnars- dóttur um Fíusól hafa notið gífur- legra vinsælda hjá lesendum. Nú býður hún upp á göngutúr þar sem fólki gefst kostur á að kynnast slóð- unum sem kveiktu hugmyndirnar. sögu svæðisins og því fengum við Einar til þess að leiða gesti á slóðir berklasjúklinga. Þá mun Einar ausa úr viskubrunni sínum og fara með fróðleikspunkta um það hvernig útivistin var nýtt í bata- ferli sjúklinganna, en þeir voru eins og margir vita, hvattir til að fara í gönguferðir. Einar mun leiða gesti í 4-5 kílómetra göngu frá aðalbílastæði Vífilsstaða kl. 13.00 og 15.30 um svæðið, kringum Vífilsstaðavatn og svo upp á hana Gunnhildi, en toppurinn er í 100 metra hæð. Fólk er því hvatt til að mæta með mannbrodda ef skilyrði verða þannig. Sagan segir að þeir sjúklingar sem náðu upp á topp Gunnhildar voru taldir vera útskrifaðir.“ Skráning fer fram á heimasíðunni gardabaer. is og Facebook-síðunni. Einnig má senda póst á olof@gardabaer.is. „Við munum einnig bjóða upp á fjölskylduvæna göngu- ferð fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað skemmtilegt á Vetrar- hátíð með yngri kynslóðinni. Barnabókahöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir mun leiða áhugasama í rannsóknargöngu á slóðir Fíusólar og sögurnar á bak við sögurnar verða ræddar eins og Kristín Helga lýsir því sjálf. Gangan hefst við leikskólann Lundaból við Hofsstaðabraut og lýkur á Bókasafni Garðabæjar en þar verður opið frá 14-16 í tilefni göngunnar.“ Rafræn leiðsögn og fleira á heimasíðu Garðabæjar Á heimasíðu Garðabæjar, garda- baer.is, er að auki hægt að horfa á skemmtilega og fræðandi leiðsögn um útilistaverk í Garðabæ. „Ég fékk Birtu Guðjónsdóttur sýn- ingarstjóra til að kynna sér sögu nokkurra útilistaverka í bænum og hún valdi fimm verk til að fjalla um. Það er mjög áhugavert að heyra bæði um verkin, hvernig þau voru unnin og hugmyndir bak við þau en líka að fræðast um listamennina sem gerðu þau.“ Það er því ljóst að þrátt fyrir takmarkanir vegna faraldurs munu fjölmargir skemmtilegir, upplýsandi og ljóslifandi við- burðir gleðja gesti Vetrarhátíðar í Garðabæ þetta árið og von- andi ala á bjartsýni hjá sem allra f lestum. Rétt er að taka fram að fjöldatakmarkanir og grímu- skylda verða í hávegum hafðar. KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 VETRARHÁTÍÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.