Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 16
Um leið er það augljósa viður- kennt, að ef að það ætti að hefja framkvæmdir á knattspyrnuvellinum þyrfti að finna frjálsíþróttunum nýjan stað. Freyr Ólafsson, framkvæmdar- stjóri FRÍ NFL Vinsældir Toms Brady, leik- stjórnanda Tampa Bay Bucca neers, virðast ekkert vera að dvína en metsala hefur verið á söluvarningi tengdum leikstjórnandanum und- anfarna daga í aðdraganda leiksins um Ofurskálina (e. Super Bowl). Þar leiðir Brady lið sitt gegn ríkjandi meisturunum í Kansas City Chiefs á heimavelli Buccaneers. Samkvæmt tölum frá Fanatics sem sjá um sölu á varningi fyrir NFL-deildina var treyja Brady sú næstvinsælasta á tímabilinu á eftir Patrick Mahomes. Undanfarnar vikur hafa sölutölurnar á varningi Brady rokið upp og hefur aldrei meira selst af varningi af einum leikmanni á tveggja vikna tímabili. Varningur merktur Brady var einnig vinsæll þegar hann lék með New England Patriots en eftir vista- skipti í sumar hefur áhuginn aukist. Alls hefur 900% aukning átt sér stað í treyjusölu hjá Fanatics á treyjum Brady á milli ára frá því að hann skrifaði undir hjá Buccaneers. Vin- sældirnar eru helst í Flórída-ríki en aðdáendur Brady í Massachusetts eru einnig duglegir að versla varn- ing merktan Brady. – kpt Vinsældir Brady ekkert að dvína Brady er á 21. ári sínu í deildinni. ÓLYMPÍULEIKAR Ekki verður gerð krafa til þess að allir þátttakendur Ólympíuleikanna í Tókýó verði búnir að fá bólusetningu gegn kórónaveirunni. Þetta kemur fram í fyrsta hluta handbókarinnar sem dreift verður meðal þátttakenda og var gefin út í gær. Kórónaveirufar- aldurinn hefur verið í vexti undan- farnar vikur í Japan en þrátt fyrir það er stefnt að því að leikarnir fari fram í sumar. Í handbókinni kemur fram að ætlast sé til að Ólympíufarar reyni að forðast fagnaðarlæti með snertingum, en brot á þeim reglum geti leitt til brottvísunar. Allir sem koma til landsins þurfa að sýna fram á neikvætt sýni sem má ekki vera eldra en þriggja daga gamalt. Þeir sem sýna einkenni COVID-19 fá ekki heimild til að ferðast til Japans. Þá kemur fram að Ólympíunefnd- in sé sammála því að íþróttafólk eigi ekki að ganga fyrir þegar kemur að bóluefni, en mælir með að íþrótta- fólk verði bólusett ef tækifæri gefst til. Ekki verði hins vegar gerð krafa um bólusetningu hjá íþróttafólki sem kemur til Tókýó. – kpt Ekki krafa um bólusetningu Áætlanir gera ráð fyrir ellefu þúsund þáttakendum á Ólympíuleikunum 2020. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Tilkynnt var síðastliðið þriðjudagskvöld að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, hefði ákveðið að skipa starfshóp sem væri ætlað að vinna tillögur fyrir nýjan þjóðarleik- vang í frjálsum íþróttum. Hópnum er ætlað að skoða hvort hagkvæmt sé að byggja upp eldra mannvirki eða hvort þurfi að byggja nýjan völl, ásamt því að greina frá kostnaðinum sem því fylgir. Áætlað er að hópur- inn skili af sér skýrslu þann 1. maí næstkomandi. Um árabil hefur Frjálsíþrótta- samband Íslands kallað eftir bættri aðstöðu utandyra. Laugardalsvöll- ur, sem FRÍ hefur deilt með Knatt- spyrnusambandi Íslands, telst ekki lengur löglegur sem keppnisvöllur í frjálsum íþróttum. Ákveðið var á síðasta ári að skipa sambærilegan starfshóp til að finna úrlausnir fyrir knattspyrnulandslið Íslands, sem hafa sömuleiðis kallað eftir endur- bótum á aðstöðu á þjóðarleikvangi en sú vinna er komin langt á veg. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið er því búið að skipa starfs- hópa til að finna tillögur fyrir nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu, nýjan þjóðarleikvang fyrir frjálsar íþróttir og þjóðarleikvang fyrir innanhússíþróttir í stað Laugardals- hallar á rúmu ári en óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast. „Þetta er mikill léttir, ég hef beðið eftir því undanfarin ár að menn myndu höggva á hnútinn og hefja viðræður. Um leið er það augljósa viðurkennt, að ef að það ætti að hefja framkvæmdir á knatt- spyrnuvellinum þyrfti að finna frjálsíþróttunum stað,“ segir Freyr Ólafsson, framkvæmdastjóri Frjáls- íþróttasambands Íslands, glað- beittur eftir tíðindin. Hann er einn fimm fulltrúa í starfshópnum sem fulltrúi FRÍ. „Þetta er virkilega jákvætt. Í dag erum við með tvo velli í Reykja- vík sem eru bara malbik, einn í Laugardalnum og einn í Mjódd þar sem efnið er ekki lagt á. Þetta er því mikið fagnaðarerindi þótt að það eigi enn eftir að fara í fram- kvæmdirnar. Borgarstjórinn hefur talað um að óeðlilegt sé að það falli eingöngu á herðar borgarinnar að útvega landsliðum æfinga- og keppnisaðstöðu og mennta- og menningarmálaráðherrann er með þessu að stíga ákveðin fram í því og bjóða aðkomu ríkisins.“ Aðspurður sagðist hann telja að FRÍ hefði staðið í þessari baráttu í hátt í tíu ár en ákveðið var að ráðast í endurbætur á Laugardalsvelli árið 2015 fyrir Smáþjóðaleikana. „Þetta er búið að festast í umræð- unni og stundum gleymst þegar horft er til nýs knattspyrnuleik- vangs, en við erum með háleit markmið. Við erum fyrst og fremst að horfa til útiaðstöðu sem gæti samnýst svæðinu inni í Laugar- dalshöll. Þá geta félögin í hverfinu, Þróttur og Ármann, einnig nýtt sér aðstöðuna sem og almennir íþrótta- hópar. Laugardalsvöllur hefur verið mjög lokaður fyrir þá sem vilja hlaupa, en okkar markmið er að hópar geti komið utan æfingatíma félaganna og notað aðstöðuna.“ Þórey Edda Elísdóttir, fyrr- verandi stangarstökkvari sem fór þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólymp- íuleikana, situr í nefndinni sem full- trúi ÍSÍ. Þórey sem situr í stjórn ÍSÍ tekur undir að það sé fagnaðarer- indi að vinnan sé hafin við að taka fyrsta skrefið í átt að nýjum þjóðar- leikvangi fyrir frjálsar íþróttir. „Þetta er auðvitað bara löngu tímabært og f lott að þessi vinna sé að fara af stað. Frjálsíþrótta- fólk, eins og annað íþróttafólk, vill hafa sinn þjóðarleikvang og þetta eru frábærar fréttir fyrir alla frjálsíþróttahreyfinguna. Það hafa miklar framfarir átt sér stað í innan- hússaðstöðu fyrir frjálsar síðan ég var að keppa, með uppbyggingu frjálsíþróttahúsa á höfuðborgar- svæðinu, en aðstaðan utanhúss hefur á sama tíma setið á hakan- um. Ef við viljum að þessi grein lifi áfram og blómstri er nauðsynlegt að hún sé til staðar og samkeppnishæf við það sem þekkist erlendis.“ Aðspurð hvað slík aðstaða geti þýtt fyrir okkar fremsta afreksfólk segir Þórey að þar komi margt inn í myndina. „Auðvitað skiptir umhverf ið miklu máli til að ná árangri, óháð grein og íþrótt. Ég þurfti sjálf að leita til útlanda á sínum tíma enda var ekki fullnægjandi innanhúss- aðstaða á Íslandi á þeim tíma. Það er ákjósanlegra fyrir íþróttamenn að geta æft sem næst heimahögum og þá er möguleikinn á að mynda afrekshóp. Með því er okkar afreksfólk líka sýnilegra sem fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur og greiða þeim leið inn í greinina með innsýn sinni,“ segir Þórey og tekur undir að það geti einnig auðveldað fremsta frjálsíþróttafólki landsins að halda fjárhagnum í lagi. „Svo er það annar vinkill, fjár- hagslega hliðin. Það er afar dýrt að búa erlendis að æfa og keppa. Ég var sem betur fer með góðar styrkt- araðila sem gerðu það að verkum að ég gat mikið æft og keppt úti.“ kristinnpall@frettabladid.is Loks búið að skera á hnútinn Búið er að setja á laggirnar starfshóp til að setja fram tillögur um nýjan þjóðarleikvang í frjálsum íþrótt- um. Mikill léttir, segir framkvæmdastjóri FRÍ sem hefur reynt að vekja athygli á málinu í tæpan áratug. Aðstaðan þar sem keppt er í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll, meðal annars á Reykjavíkurleikunum, er til fyrirmyndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vinnuvélar að störfum á Laugardalsvelli síðasta sumar skildu eftir sig ljót sár á hlaupabrautinni sem varð fyrir vikið ónothæf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.