Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 13
Launahækkunum að kenna
Ríkisstjórnin segir að verðbólgan
sé af leiðing kjarasamninga. Þegar
þeir voru samþykktir sagði hún
hins vegar að í annan tíma hefðu
ekki verið gerðir jafn ábyrgir
samningar. Hún verðlaunaði
meira að segja launafólk og
atvinnufyrirtæki með umtals-
verðum skattalækkunum, þó að
þá þegar hafi verið ljóst að ríkis-
sjóður væri ekki lengur sjálf bær.
Seðlabankinn taldi kjara-
samningana svo ábyrga að hann
lækkaði vexti þrátt fyrir slæmar
horfur með af komu ríkissjóðs.
Vitaskuld er engin ein ástæða
fyrir verðbólgu og kjarasamning-
ar eru alls ekki undanskildir. En
ljóst er að fall krónunnar er helsta
ástæðan. Það stangast bara á við
pólitíska lífssýn stjórnvalda að
viðurkenna þann veruleika.
Hjálpar ekki ferðaþjónustu
Ríkisstjórnin segir að fall krón-
unnar sýni að hún virki eins og
vera ber. Nú hjálpi hún útf lutn-
ingsfyrirtækjunum. Almennt
er það svo að lágt gengi styrkir
samkeppnisstöðuna. En í þessari
kreppu hefur gengisfellingin bara
skert kjör launafólks.
Gengisfellingin hefur ekki
hjálpað ferðaþjónustunni sökum
þess að hér eru ekki ferðamenn
vegna sóttvarnaráðstafana.
Gengisfelling fjölgar heldur
ekki þorskunum í sjónum. Og
hún eykur ekki þá orku sem við
getum virkjað. Loks er f löktandi
gjaldmiðill, sem ekki er tækur
í milliríkjaviðskiptum, helsta
hindrunin fyrir vexti og viðgangi
nýsköpunar og þekkingariðn-
aðar.
Ríkissjóður í mestri hættu
Sennilega er ríkissjóður þó í
mestri hættu. Ef hann á að geta
aðstoðað fyrirtæki og heimili af
sama af li og önnur Norðurlönd
þarf hann að eiga kost á innlendu
lánsfé á jafn hagstæðum kjörum
og þau. Áttföld verðbólga hjálpar
ekki til við það, svo ekki sé dýpra í
árinni tekið.
Nú fær ríkissjóður ekki lán í
krónum í nægjanlegum mæli af
því að krónan virkar ekki eins
og sjálfstæður gjaldmiðill ætti
að gera við þessar aðstæður. Þá
eru tekin lán í evrum með lágum
vöxtum en mikilli gengisáhættu.
Meðan lánin streyma inn
styrkist gengið. Þegar af borg-
anir hefjast veikist það. Allir sjá
að þessi pólitík er ekki byggð á
traustum grunni.
Verðbólgan og gengisáhættu-
lánin sýna að frá sjónarhóli
almannahagsmuna er það ekki
ókeypis að standa alltaf í vegi
fyrir kerfisbreytingum. Það hefur
af leiðingar. En þeir eru vissulega
til, sem græða.
AF KÖGUNARHÓLI
Þorsteinn
Pálsson
Verðbólga mælist nú 4,3%. Það er mesta verðbólga í átta ár. Verðbólgumarkmið
ríkisstjórnarinnar og Seðlabank-
ans er 2,5%. Verðbólgan hefur
meira en tvöfaldast í kreppunni.
Ísland er eina landið í Evrópu
þar sem heimsfaraldurinn leiðir
til aukinnar verðbólgu.
Í öðrum löndum myndi allt fara
á annan endann ef verðbólgutölur
af þessari stærðargráðu birtust í
miðri kreppu.
Áttföld verðbólga á ný
Ríkisstjórnin segir þetta hins
vegar sýna að þjóðarbúskapur
Íslendinga sé heilbrigðari en
annarra þjóða. Í Danmörku fór
verðbólga niður í 0,5% á síðasta
ári en reiknað er með að hún
aukist þegar hagvöxtur tekur við
sér á ný. Hér vonast stjórnvöld til
að verðbólgan hjaðni þegar hjólin
fara að snúast!
Þessi þverstæða fær menn ekki
einu sinni til að yppa öxlum.
Í byrjun níunda áratugarins var
verðbólga um 80%. Í því sögulega
samhengi lítur 4,3% verðbólga út
sem smámál.
En samanburðurinn við önnur
lönd segir aðra sögu. Þegar
verðbólgan var í hæstu hæðum
á Íslandi nam hún áttfaldri verð-
bólgu í Danmörku. Nýju verð-
bólgutölurnar sýna að við erum
aftur komin á þann stað. Mis-
munurinn er áttfaldur á ný.
Þetta minnir á hryllingssögu.
Engu er hins vegar líkara en
tölurnar hljómi eins og örvandi
ættjarðarljóð í eyrum stjórnvalda.
Helsta orsökin ósnertanleg
Hvorki ríkisstjórn né Seðla-
banki gerðu ráðstafanir til þess
að spyrna við fæti og koma í veg
fyrir þessa þróun. Samt sem áður
verður ekki sagt að stjórnvöld hafi
tekið rangar ákvarðanir.
Verðbólgan er nefnilega fyrst
og fremst af leiðing kerfisvanda.
Stjórnvöld geta ekki leyst hann
nema viðurkenna fyrst að þar
sé breytinga þörf. Klípan er að
þau eru í afneitun. Helsta orsök
verðbólgunnar nú er ósnertanleg
eins og hún sé tákn um fullveldi
landsins.
Afleiðing þess að vilja ekki breytingar
Sennilega er ríkissjóður þó
í mestri hættu. Ef hann á að
geta aðstoðað fyrirtæki og
heimili af sama afli og önnur
Norðurlönd þarf hann að
eiga kost á innlendu lánsfé á
jafn hagstæðum kjörum og
þau.
Netapótek Lyavers
–Apótekið heim til þín
Kaupaukifylgir*
lyaver.is Suðurlandsbraut 22
Í Netapóteki Ly avers á lyaver.is
getur þú fundið þína lyfseðla, valið
samheitalyf og séð ly averðið þitt.
Mikið úrval af vítamínum og bætiefnum.
Lágt vöruverð og heimsending um land allt.
Gerðu verðsamanburð!
*Ef verslað er fyrir meira en 5.000 kr.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 1