Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 26
Katerina er arkitekt og staf-rænn hönnuður. „Ég vinn aðallega með ljós og rými, bæði í áþreifanlegu og stafrænu formi þeirra. Ég hef búið í Reykja- vík í fjögur ár núna og áður var ég partur af Lunchmeat Festival, KSK club collective. Ég hef einnig gert „live visuals“ fyrir tónleika og stýrði galleríi í almenningsrými sem einblíndi á vörpunarlist (e. mapping).“ Þorsteinn Eyfjörð er myndlist- ar- og hljóðlistamaður. „Hljóð, í öllum sínum útfærslum, er þunga- miðja þess sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem það eru hinar alræmdu tilvistarspurningar eða af eintómri af þvíbarasemi. Ég bý í Reykjavík þar sem ég tek virkan þátt í menningarsenunni auk þess sem ég vinn í alþjóðlegum sam- starfsverkefnum.“ Fantasíur arkitektúrs Þetta er í fyrsta skipti sem Þor- steinn tekur þátt en Katerina tók þátt á síðasta ári. „Í fyrra gerði ég „live visuals“ á glerhjúp Hörpu fyrir rave-tónleikana Vetrarblót á Vetrarhátíð,“ segir Katerina. Hún segist hafa verið mjög spennt fyrir því að taka þátt í ár. „Ég náði sambandi við Þorstein, sem er félagi í RASK-listahópnum sem ég hef unnið með áður að gagnvirku hljóð- og myndmiðl- unarverkefni, og ég var glöð að hann ákvað að taka þátt í að búa til innsetninguna með mér. Eftir að við unnum samkeppnina ákváðum við að bjóða frábæru fólki að ganga til liðs við okkur.“ Katerina var með ákveðna hug- mynd sem hún bar undir Þorstein. „Mig langaði virkilega til að búa til vörpun (e. mapping), sem væri innblásin af byggingu og væri ekki bara sjónræn sýning. Vörpun er spennandi leið fyrir mig til að láta fantasíur arkitektúrsins lifna við án þess að breyta hinu raunveru- lega umhverfi. Þetta gerir mér kleift að blása öðru lífi í bygging- una og vera laus við takmarkanir raunveruleikans,“ útskýrir hún. „Þegar Kata kom með þessa hugmynd til mín um að hafa áhrif og verða fyrir áhrifum bygg- ingarinnar sjálfrar fannst mér liggja beint við að nálgast hljóðið á svipaðan hátt, því rétt eins og byggingar eiga sjónræna hlið þá eiga þær líka hljóðræna. Ég fór því að taka upp safnið sjálft og reyni að fanga og túlka parta af hljóðverund þess í gegnum tón- smíðarnar. Við höfðum áhuga á að nálgast höfundarverk Einars Jónssonar út frá okkur sjálfum og samtímanum og f léttum það saman við bygginguna sjálfa,“ segir Þorsteinn. Búnaður sem nemur ekki hugsanir eða tilfinningar Í viðburðarlýsingu segir „Samlegð er ljós- og hljóðverk sem byggir á samskiptum áhorfenda við gagnaukinn veruleika í högg- myndagarði Einars Jónssonar.“ Hvað er „gagnaukinn veruleiki“? „Gagnaukinn veruleiki (e. AR) felst í að bæta sjónrænum lögum við raunveruleikann í rauntíma með ýmsum aðferðum. „Face filters“ eru til dæmis annað form af AR. Í okkar tilfelli erum við að bæta við bæði sjón- og hljóðræn- um lögum með vörpun og fjölrása hljóðkerfi,“ segir Katerina. Í viðburðarlýsingu kemur einn- ig eftirfarandi fram: „Vert er að benda á að EEG höfuðbúnaðurinn nemur einungis rafvirkni heilans en les ekki hugsanir eða tilfinn- ingar.“ Hvernig virkar þessi búnaður og hvernig hann er notaður í verkinu? „Tækið sem við erum að nota er aðallega notað í leiki og heilaafrit- un. Við notum gögnin til að knýja fram ákveðnar breytur í okkar vinnu. En þar sem þetta er ekki lækningatæki eru niðurstöðurnar sem við fáum takmarkaðar og mismunandi á milli einstaklinga. Þannig að við viljum að áhorf- endur skoði gögnin með fyrirvara og túlki þau ekki á persónulegan hátt.“ Katerina og Þorsteinn segja áhorfendur geta annaðhvort fylgst með eða tekið þátt á tveimur stöðvum verksins. „Önnur þeirra gerir manni kleift að hreyfa veggi byggingarinnar, eða efnið sjálft, með hreyfiskynjara. Hin gerir manni kleift að hreyfa við anda byggingarinnar, í samskiptum við búnað sem nemur rafvirkni heilans. Á sama tíma hafa áhorf- endur áhrif á hreyfingu, hljóm og hegðun tónverksins. Í raun má segja að verkið lifni við með við- komu áhorfandans.“ Einkennandi fyrir Reykjavík Þegar þau eru spurð að því hvers vegna þetta tiltekna safn hafi orðið fyrir valinu nefnir Katerina nokkur atriði. „Safnið hefur alltaf heillað mig vegna sterkrar tjáningar arkitektúrs þess og eins konar ónotalegrar tilfinn- ingar sem það gefur frá sér. Það er líka verulega einkennandi fyrir Reykjavík og er fullkomin bygging fyrir vörpun, því framhlið þess er mjög þrívíð.“ Þorsteinn tekur undir. „Við höfðum líka mikinn áhuga á að skoða höfundarverk Einars Jóns- sonar og reyna að búa til opnun fyrir samtal í gegnum tæknina sem við höfum í dag. Myndlist getur verið svo gott tæki til þess að sveigja hugmyndina um eina þráðbeina tímalínu og leyfa frekar tveimur tímaásum að hittast í kaffibolla og ræða stöðuna,“ segir Þorsteinn. Hvernig völduð þið þau verk Ein- ars sem koma við sögu í verkinu? „Í raun er erfitt fyrir okkur að skilja ákveðin verk Einars frá heildinni þar sem safnið geymir stóran hluta æviverks Einars, ein- kennandi arkitektúrinn sjálfan og einnig söguna um heimili þeirra svo þetta fléttast allt saman í heildstæða einingu. Í verkinu reynum við að sýna áhorfendum inn í safnið og þær styttur sem eru þar, aðallega úr bláa sal safnsins. Við drógumst líka að þeim styttum sem okkur fannst tala við okkar hugmyndir í gagnvirkni verksins. Hugmyndir um eðli og kraft hugans, ró, verðmæti tímans – þessar pælingar sem hafa beinan snertiflöt við hversdagslega erfið- leika nútímamanneskjunnar,“ segir Þorsteinn. „Mikill fjöldi listaverka, arki- tektúr safnsins og nærvera íbúðar listamannsins gera staðinn að ekta „Gesamtkunstwerk“. Í fyrsta lagi erum við að vinna með stytt- urnar sem eru inni í aðalsalnum, vegna þess að við viljum gera áhorfendum kleift að heimsækja salinn utan við húsið. Enn fremur er unnið með táknrænar stytt- urnar í samræmi við samspilið. Að vinna með hugaraflið, æðruleysið, dýrmæti tímans. Það hefur allt að gera með það sem við glímum oft við í raunveruleikanum,“ segir Katerina. Athygli vekur að Katerina varð einnig í öðru sæti í keppninni. Hún segir það hafa komið skemmtilega á óvart. „Sú atburðarás kom aldrei upp í huga mér á meðan ég var að skila inn tillögunum. Þannig að þessi tvöfaldi glaðningur var mjög óraunverulegur.“ Hvaða þýðingu hafa þessi verð- laun fyrir ykkur? „Fyrst og fremst er þetta frábært tækifæri til að raungera þetta stóra, metnaðarfulla verkefni í sinni f lottustu mynd með hjálp Vetrarhátíðar og Listasafns Einars Jónssonar, svo við tölum nú ekki um allt það góða fólk sem hefur lagt hönd á plóg við gerð verksins. Við vonum bara að áhorfendur hafi jafn gaman af verkinu og það var að búa það til.“ Verk sem lifnar við komu áhorfenda Verkið Samlegð, sem er í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar, var í fyrsta sæti í samkeppni um ljósverk Vetrarhátíðarinnar. Verkið varpar nýju ljósi á höggmyndir Einars sem og húsið sjálft. Katerina Blahutová og Þorsteinn Eyfjörð báru sigur úr býtum í keppni sem Reykjavíkurborg og Orka náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu nýlega fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 KYNNINGARBLAÐ 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U RVETRARHÁTÍÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.