Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 20
hönnun, til dæmis hekluðum flíkum í skærum litum. Ella er með yfir 380 þúsund fylgjendur og þeim fer fjölgandi. Hún hefur ögrað fylgjendum sínum með því að sýna loðna handarkrika og segist ekki vera feimin við að vera eins og hún er. Hún gæti hrist upp í fataskápnum í Hvíta húsinu, segir The New York Times. Það er gott samband á milli Kamölu og Ellu. Sagt er að hún og bróðir hennar kalli stjúpmóður sína „Momala“. Sjálf hefur Kamala sagt opinberlega að börn eigin- mannsins séu bæði hæfileikarík og fyndin. Kamala sagði í viðtali við BBC að hún hefði einsett sér frá upphafi sambands þeirra hjóna að troða sér ekki inn í líf barnanna fyrr en sambandið væri orðið alvarlegt og ætti sér framtíð. „Börn þurfa stöðugleika og ég vildi ekki valda þeim vonbrigðum,“ sagði hún. Kamala Harris, sem er lög- fræðingur, kynntist eiginmanni sínum, lögmanninum Doug Emhoff, í gegnum sameiginlegan vin en sagt er að þau hafi farið á blint stefnumót árið 2013. Þau giftu sig 22. ágúst 2014. Kamala er fyrsta konan sem gegnir embætti varaforseta Bandaríkjanna. Hún er fædd 20. október 1964. Stjúpdóttirin Ella segist hafa verið hissa þegar IMG umboðs- skrifstofan hafði samband. Hún segist ekki hafa séð það fyrir að hún ætti eftir að verða fyrirsæta og það hafi ekki verið á framtíðar- plani hennar. „Mér finnst það meira að segja hálf ógnvænlegt að fara út í þann geira sem beinist að líkama manns,“ segir hún. „Ég sé engu að síður tækifæri í þessu starfi sem listakona og margar flottar fyrirmyndir starfa sem fyrirsætur í dag.“ Ella er ekki þessi týpíska fyrir- sæta. Fatastíllinn er óvenjulegur, hún er hrifin af prjónuðum og hekluðum flíkum auk þess sem teiknimyndafígúrur heilla hana enda er hún með húðflúr af þeim. Hún farðar sig lítið og leyfir nátt- úrulegum krullum í hárinu að njóta sín. Þá gengur hún í Crocs- skóm sem þykja nú engin sérstök tískuvara. Ella hefur að undanförnu hvatt fylgjendur sína á Instagram til að vera heima, fara að sóttvarna- lögum og virða samkomubann. IMG umboðsskrifstofan er leiðandi á alþjóðavettvangi með skrifstofur í New York, Los Angel- es, London, Mílanó og Sydney. Skrifstofan hefur starfað í meira en tvo áratugi og hefur vaxið mikið enda með gott orð á sér. Margar þekktustu fyrirsætur heims starfa á vegum IMG en stofnandi skrif- stofunnar er Mark McCormack en árið 2013 var hún seld til Williams Morris Eneavour. IMG er þekkt fyrir að ráða fyrirsætur burtséð frá kynþætti, aldri eða hæð. Ella er ekki þessi týpíska fyrirsæta. Fatastíllinn er óvenju- legur, hún er hrifin af prjónuðum og hekl- uðum flíkum auk þess sem teiknimyndafígúrur heilla hana enda er hún með húðflúr af þeim. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is IMG fyrirsætuskrifstofan til-kynnti fyrir viku að skrifað hefði verið undir samning við hina 21 árs gömlu Ellu Emhoff en hún vakti heimsathygli þegar nýr forseti var vígður í Bandaríkjunum í lok janúar. Ella klæddist kápu frá Miu Miu við athöfnina og kjól frá Batsheva. Í framhaldinu varð hún nýjasta andlit IMG sem þegar hefur heimsfrægar fyrirsætur á samningi eins og Kate Moss, Gigi og Bellu Hadid, Gisele Bündchen, Karlie Kloss, Alek Wek og Ashley Graham. Ella er dóttir eiginmanns Kamölu Harris, Doug Emhoff, og fyrri konu hans, kvikmyndafram- leiðandans Kerstin Mackin. Ella hefur vakið athygli á Insta- gram-síðu sinni en hún fer yfirleitt ekki hefðbundnar leiðir í klæða- burði. Þótt hún tengist nú Hvíta húsinu hefur hún ekki hugsað sér að breyta um þann stíl sem hefur einkennt hana. Það var því ekki einungis Bernie Sanders sem vakti athygli með vettlingana sína því Ella gerði það ekki síður. Þá má nefna að hún er skírð í höfuðið á hinni heimsfrægu djasssöngkonu, Ellu Fitzgerald. Ella hefur stundað nám í lista- skólanum Parsons í New York og verður útskrifuð þaðan í vor. Hún á sér drauma um að setja á fót sitt eigið tískumerki. Á Instagram hefur hún deilt myndum af eigin Stjúpdóttir á framabraut Ella Emhof er stjúpdóttir nýs varafor- seta Bandaríkjanna, Kamölu Harris. Hún væri tæpast fréttaefni nema vegna þess að ein virtasta fyrirsætu- skrifstofan, IMG í Bandaríkjunum, bauð henni fyrirsætusamning á dög- unum sem mun breyta lífi hennar. Við innsetninguna 29. janúar, frá vinstri Doug Emhoff, Kamala Harris, Cole og Ella Emhoff. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ella Emhoff fer engar venjulegar leiðir þegar hún birtir myndir af sér á In- stagram. Loðnir handa krikar, húðflúr og heklaður fatnaður. MYND/INSTAGRAM Nýjasta andlit IMG umboðsskrifstof- unnar, Ella Emhoff. MYND/INSTAGRAM S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Fylgið okkur á FB NÝTT Í LAXDAL, SKOÐIÐ LAXDAL.IS ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 60%-70% AFSÁTTUR 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.