Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 48
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Kolbeins Marteinssonar BAKÞANKAR Orðasambandið virk/ur í athugasemdum er til-tölulega nýtt í íslensku tungumáli og er dæmi um breytu sem hóf innreið sína samhliða int- erneti og samfélagsmiðlum. Með því að opna fyrir óritskoðaðar athugasemdir einstaklinga neðan við fréttir vefmiðla og annarra vef- síðna fengu þessir virku aðstöðu til að láta ljós sitt skína. Olía á þennan eld var síðan Hrunið sjálft þar sem öll viðmið um háttvísi og virðingu í mannlegum sam- skiptum fengu að fjúka fyrir rétt- látri reiði. Allt í einu spratt upp hópur fólks sem gat daglega fengið útrás fyrir tilfinningar sínar. Því staðreyndin er sú að ekkert fóðrar virka í athugsemdum betur en reiði, hneykslun, uppsöfnuð gremja og óbeit á viðfangsefninu. Við sjáum þetta á hverjum degi. Oft eru þetta ekki annað en hróp þar sem viðkomandi hefur ekki einu sinni haft fyrir því að lesa annað en fyrirsögn fréttarinnar sem um er rætt, þegar athuga- semdirnar eru lesnar. Kommentin litast líka oftast af pólitískum eða öðrum skoðunum á viðfangs- efninu frekar en umfjöllunarefni fréttarinnar. Þannig fá fréttir um stjórnmálamenn oftast viðbrögð frá öllum öðrum en kjósendum þeirra. Síðan bætast við við- hlæjendur sem „líka“ við færslur og þótt þeir öskri ekki með, þá sýna þeir hávaðanum velþóknun sína. Flestir sem eru í opinberri umræðu hafa því haft vit á að hætta að lesa athugasemdir um sig á samfélagsmiðlum. Staðreyndin er að þetta er mein- semd sem bætir engu við almenna umræðu, né bætir hana eða samfélagið. Eru til einhver dæmi um mál sem hefur verið rökrætt í kommentakerfum og niður- staða fengist? Ég held að íslensk þjóðfélagsumræða myndi batna ef þessum óhroða yrði úthýst. Sumt var nefnilega betra í gamla daga. Komment   Verslaðu á netinu byko.is á byko.is Frábær tilboð Nýtt blað Verslaðu í vefverslun BYKO SENT HEIM ALLA VIRKA DAGA Frí heimsending er á pöntunum yfir 20.000 kr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.