Fréttablaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 46
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
HÄSTENS VERSLUN
FAXAFENI 5, REYKJAVÍK
588 8477
VERTU
VAKANDI
Í FYRSTA
SKIPTI
Á ÆVINNI
Komdu til okkar og prófaðu
einstök gæði Hästens rúmanna.
Starfsfólk okkar er tilbúið
að aðstoða þig og veita frekari
upplýsingar.
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja
virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin
eru framleidd með einstöku samspili handverks og
hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í
gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi
handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt finna fyrir
því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í
Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.
Margir hafa fleygt því fram við Gimma að hann sé í raun sannkallaður alþýðulistamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ég byrjaði að semja lög fyrir mörgum árum. Málið er að ég er bara latasti tónlistarmaður Íslands,“ segir Grímur Jón Sigurðsson, oftast
kallaður Gimmi. Því hefur hann
lítið staðið í tónleikahaldi og upp-
tökum.
„Ég samdi lagið Ég er súr fyrir
nokkrum árum, það var einhver
sem heyrði það og ég var beðinn um
að koma að spila á mótmælum sem
voru á Austurvelli. Það var verið að
mótmæla því að við ætluðum að
slíta samræðum við Evrópusam-
bandið. Þetta er nú kannski ekki
eitthvert málefni sem ég brenn
alveg sérstaklega mikið fyrir. Þann-
ig að í fyrsta sinn sem ég kem fram
af einhverju viti er fyrir framan
átta þúsund manns, þó fólkið hafi
kannski ekki mætt sérstaklega til að
horfa á mig,“ segir hann hlæjandi.
Hann segir COVID hafa í raun
verið nokkuð hentugan tíma fyrir
hann að blómstra sem listamann.
„Komi það svo ólíklega til að
maður mæti í gleðskap þá eru það
bara fimm manna heimapartí. Það
er fullkominn vettvangur fyrir mig
sem listamann. Það hefur svona
verið minn helsti vettvangur alla-
vega undanfarið.“
Semur lög í vondu skapi
Kex Hostel er nú hólfað niður en
á síðasta ári var opnaður þar nýr
pítsastaður, Flatus, sem er þá skír-
skotun í íslenska orðið yfir pítsu,
f latböku, og hinn goðsagnakennda
vegglistamann Flatus.
„Þarna eru fjöldatakmarkanir
og farið eftir sóttvarnareglum. Svo
verður fólk bara að gera það upp við
sjálft sig hvort það sé sniðugt að fara
á tónleika eins og staðan er,“ segir
hann og hlær.
Gimmi segist oftast semja tónlist
þegar hann er pirraður og að það liti
mögulega textagerðina.
„Ef ég er ekki í sérstaklega góðu
skapi, þá fer ég og sem lag. Ég fatt-
aði það um daginn að ég fíla sjálfur
mjög hallærislega tónlist. Og ég held
að mín tónlist sé þar af leiðandi
frekar hallærisleg. Ég fíla helst ekki
aðra tónlist nema að ég geti gripið
í gítarinn eða farið á píanóið og
pikkað hana upp. Samt þoli ég ekki
trúbadora en þó er tónlistin mín í
þeim anda,“ segir hann og bætir
svo við: „Ég er bara svo lélegur á
nútímann að ég kann ekkert á þetta
rafdót. Annars myndi ég líklega
nota það meira.“
Féll fljótt inn í hópinn
Eitt af fyrstu lögunum sem Gimmi
samdi f jallaði um dvöl hans í
Kaupmannahöfn, en þar var hann
búsettur í eitt ár.
„Það lag heitir Íslendingur í Kaup-
mannahöfn en ég hef ekki enn tekið
það upp. Ég hef í raun bara tekið tvö
lög upp sem voru spiluð í útvarpi.
Það er allur minn tónlistarferill.
Fékk samt tæpar 30 þúsund krónur
í stefgjöld, mér fannst það bara
nokkuð gott. Ég samdi náttúrulega
lagið og textann einn, oftast deilist
þetta á milli nokkurra, þannig að ég
prísa mig bara sælan.“
Lagið Íslendingur í Kaupmanna-
höfn er hárbeitt ádeila á Íslendinga-
samfélagið í Kaupmannahöfn.
„Ég sem sagt samdi lagið þegar ég
bjó þar. Ég tók eftir því að stór hluti
Íslendinga sem þar voru búsettir
voru hálfgerðir aumingjar og mjög
f ljótlega var maður farinn að falla
inn í þeirra hóp. Ég f lutti þarna
inn í einhverja kytru og kemst að
því að það er vændishús á tveimur
fyrstu hæðunum sama dag og ég
f lyt inn. Þá tók víkingasveitin á
móti mér og meinaði mér aðgang
inn í húsið því yfir stóð gíslataka.
Svona sögur eiga nú kannski ekki
við um hinn dæmigerða Íslending
í Kaupmannahöfn, þótt þær hafi
nú vissulega átt við um mig,“ segir
hann hlæjandi.
Grímuskylda er á tónleikunum
á Kex sem hefjast klukkan 20.00 í
kvöld. Grímur og spritt í boði fyrir
gesti.
steingerdur@frettabladid.is
Latasti tónlistarmaður
landsins með tónleika
Grímur lýsir sér sem lötum og metnaðarlausum tónlistarmanni.
Fyrstu tónleikana spilaði hann fyrir átta þúsund manns á Austur-
velli en hann segist helst semja lög þegar hann er í vondu skapi.
KOMI ÞAÐ SVO
ÓLÍKLEGA TIL AÐ
MAÐUR MÆTI Í GLEÐSKAP ÞÁ
ERU ÞAÐ BARA FIMM MANNA
HEIMAPARTÍ. ÞAÐ ER FULL-
KOMINN VETTVANGUR FYRIR
MIG SEM LISTAMANN.
4 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð