Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 6
BJARNIÞÓRÐARSON: Bátasjómemi verða að hefjast handa Þær eru sjólfsagt ekki fleiri en það, blaðagreinarnar, sem skrifaðar hafa verið um hagsmunamál bátasjó- manna, að þær megi auðveldlega telja á fingrum sér. Og það heyrir til undantekninga, ef drepið hefur verið á bein hagsmunamál þeirra á löggjafarþinginu, allt fram á þing það, er nú situr. Á því þingi hefur lítillega verið unnið að málum þeirra, eins og t. d. með sam- þykkt þingsályktunartillögu urn heitumálin og frum- varpi um að koma í veg fyrir okrið á verbúðunum -— hvorttveggja hagsmunamál bátasjómanna og smáút- vegsmanna. Það mætti furðulegt þykja, hve lítið hefur verið gert að því að vinna að málum þessarar stéttar og oft hef ég brotið heilann um orsök þess. — Niðurstaðan af þeim hugleiðingum hefur orðið sú, að tvennt komi hér einkurn til. I fyrsta lagi hafa fiskimennirnir ekki hirt urn að vinna sem skyldi að málurn sínum, hvorki innan verkalýðssamtakanna eða stjórnmálaflokkanna. I öðru lagi er það staðreynd, að stétt þessi þekkist trauðla í Reykjavík og er víst fámenn á Akureyri — tveinr stærstu bæjum landsins — og afleiðingin hefur orðið sú, að verkalýðslandssamtökin og stjórnmálasamtök al- þýðunnar, hafa gleymt — bókstaflega gleymt — tilveru þessarar mikilsverðu stéttar og fjölmennu. Eðlilega er þeim samtökum ljósust þörfin á hagsmunabaráttu þeirra Frh. aj bls. 76. stefna, sem þar er mörkuð, á að varða þeim veg- inn, sem beina vilja samúð sinni með íslenzkum sjómönnum í annati farveg en þann, að láta henn- ar aðeins gæta í framkomu sinni við sorgar- og minningarathafnir, þegar sjóslys bera að liönd- um. Úr lúnu verður framtíðin að skera, hvenær íslenzka þjóðin sýnir þann manndóm af sér, að reisa minnisvarða þeim sonum sínum, sem hafa öðrum fremur helgað krafta sína því örðuga hlutverki, að flytja þjóðinni auð, sœkja barninu brauð, fœra björgin í grunn undir framtíðarhöll. Brýn nauSsyn á ráðstefnu þeirra í haust launastétta, sem fjölmennastar eru í stærstu bæjunum og sitja þá á hakanum hagsmunamál hinna, sem lítið láta til sín taka. En þó að bátasjómenn séu varla til í höfuðstaðnum, er þó öðru máli að gegna með hin fjölmörgu fiskiþorp hvarvetna á ströndum landsins. Þar eru bátasjómenn- irnir aðalverkalýðsstéttin. Og þar skiptir miklu meira máli, að fiskurinn hækki um einn eyri kílóið, eða að hlutaskiptin breytist sjómönnum í hag en að tímakaup hækki um nokkra aura. I mörgum þessara þorpa er rnjög fátt um 100% landverkamenn; hér í Neskaup- stað fara þeir t. d. varla langt yfir 10 og eru þó flestir gamlir sjómenn, sem orðnir eru þreyttir á sjómennsku eða þola þá atvinnu ekki lengur. Flestir hafa allt sitt úr sjónum, aðrir hafa þaðan rneiri eða minni stuðning. Kjör bátasjómanna eru víðast hvar hin hörmuleg- ustu, eins og gefur að skilja, þegar þess er gætt, hve lítið hefur verið sinnt um þeirra launakjör, en þau eru mjög mismunandi eftir því, hvar er á landinu. Og ör- yggisleysið urn fjárhagslega afkomu er svo mikið, að meira getur það ekki orðið. Það er ekki greiður gangur að heimildum um kjör bátasjómanna í hinum ýmsu verstöðvum, því sjaldan hefur verið um það hirt, að birta þau á aðgengilegum stöðum. — Og þótt gerðar hafi verið ítrekaðar tilraunir til að ná í samninga eða taxta til samanburðar, hefur það ekki tekizt. — Helztu heimildirnar urn það, hver kjörin eru, hef ég eftir upplýsingum þeirra sjómanna og útgerðarmanna, sem stundað hafa sjó frá hinum ýmsu verstöðvum. Víðast hvar á landinu, e. t. v. alls staðar annars stað- ar en á Austfjörðum, greiða hlutamennirnir nær allan kostnað að jöfnu við útgerðina, þegar um línuveiðar er að ræða. — Afleiðingin hefur þráfaldlega oroið sú, að þrátt fyrir mikið strit, miklar vökur og mikla vos- búð, hafa sjómennirnir ekki orðið matvinnungar. -— Er slíkt Ijóst dæmi um hið fjárhagslega öryggisleysi þessarar mikilsverðu stéttar. Þetta fyrirkomulag er al- gerlega óviðunandi, og þeir sjómenn, sem við það eiga að búa, verða að leggja höfuðáherzluna á það, að losa sig við hina ósanngjörnu þátttöku í útgerðarkostnaði. Hér á Austfjörðum taka hlutarmenn ekki þátt í út- gerðarkostnaði að öðru leyti en því, að þeir greiða salt að sínum hluta, ef saltað er, en hafa þó meiri hlut afl- 78 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.