Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 9
rúmsloftið. Með því berst svo blýið ofan í lungun og þaöan beina braut í blóðið. Við slíkar aðstæður er sápuþvottur hörundsins að sjálfsögðu ekki nægileg vörn. Þegar starfinu fylgir það, að ekki er hægt að koma í veg fyrir blýryk, eiga starfsmennirnir heimtingu á, að vinnustofurnar séu rúmgóðar, daglega þvegnar og búnar fullkomnum loftræstitækjum. Ennfremur kemur til greina að nota grímur til varnar því, að blý- rykið berist í vitin. Við lithúðun bifreiða eru slíkar varnargrímur nauðsynlegar, svo að nefnt sé dænh. Þriöja leið blýsins inn í líkamann er í gegnurn húð- ina. Raunar mun meginþorri blýsamhandanna ekki eiga greiðan aðgang gegnum heila húð. En undantekn- ingar eru þó frá því, og skal hér minnst á eina þeirra, sem sé blýsamband það, sem notað er í benzín. Það nefnist blý-tetra-aethyl og er talið sérstaklega hættu- legt eitur. Það smýgur auðveldlega í gegnuin húðina, og sýkingarmáttur þess á líkamsvefina, einkum tauga- kerfið, er flestum öðrum blýefnum meiri. Ég veit ekki, hvort blýbenzín hefur verið í notkun hér á landi fyrr en nú í seinni tíð, en erlendis er það ekki nýtt fyrir- brigði og þar hafa menn þegar öðlazt reynslu fyrir heilsuspillandi verkunum þess. Bifvélavirkjar og aðrir þeir, sem annast viðgerðir bifreiða, hafa yfirleitt notað benzín mikið til þvotta, ekki aðeins til að hreinsa hendur sínar úr, að starfi loknu, heldur og til hreinsunar á vélahlutum, er þeir fást við. Þeir eru því oft tímum saman með hendurnar á kafi í benzíni, og má nærri geta, að slíkt er hættu- legt, þegar urn blýbenzín er að ræða. Jafnvel þótt ræki- legur handþvottur fari fram á eftir, t. d. úr sápuvatni, er það harla gagnslítið. Meira eða minna af blýeitrinu hefur þá þegar smogið inn í líkamann í gegnum hör- undið. Eina örugga vörnin er að vera aldrei svo neinu nemi með hendur eða aðra líkamshluta í blýmenguðu benzíni. Geti þannig vissi blýefni borizt líkamanum í gegnum heilt hörundið, er þó hættan stórum meiri, ef húðin er sködduð. Sár og sprungur greiða götu blýsins til stórra muna inn í líkamann. I því sambandi er vert að minn- ast á blývatn, sem mikið, er notað í bakstra við bólg- ur og meiðsli. Notkun þess á heila húð mun jafnaðar- lega ekki koma að sök, enda sjaldnast notað til lang- frama. Öðru máli gegnir, ef blývatnsbakstur er lagður á sár. Þá eru líkurnar fyrir eitrun stórum meiri. Þess vegna skal fólki ráðið frá að nota blývatn á særða húð. Mæður eru og varaðar við aö þvo geirvörturnar úr blývatni, ef þær hafa barn á brjósti. Það mun dæmi til, að brjóstmylkingur hafi hlotiö blýeitrun af þeim sökum. Hvort sem blýið berst líkamanum um meltingarfær- in, öndunarfærin eða húðina, verður leiöin ein og hin sama, þegar inn kemur. Með blóðinu flytzt það til hinna ýmsu vefja líffæranna, svo sem beina, innyfla og taugakerfis, og setzt þar að. í fyrstu rekur það skennndarstarfsemi sína í kyrrþey, en fyrr eða síðar lætur líkamsvélin á sjá — hin sjúklegu einkenni fara að korna í ljós. Einkenni þessi eru margvísleg í eðli sínu og háttum og fara eftir því, hvaða líkamsvefir verða harðast úti, en það getur verið nokkuð misrnun- andi hjá einstaklingunum. Það má greina á milli bráðrar eitrunar og hægfara eitrunar. Þegar mikið blýmagn berst líkamanum á skömmum tíma, birtast einkennin snögglega og eru áköf: Óþolandi kveisuverkir, ákafur niðurgangur eða þá öfugt: alger stöðvun á hægSum, hraðvaxandi blóð- skortur, krampaflog og óráð, — og loks örmagnan, sem endað getur með dauða. En það er langtum algengara, að eitrunin sé hæg- fara. Lítill skammtur af blýi berst líkamanum daglega í langan tíma. Hann á erfitt með að losa sig við það, og því safnast það fyrir í vefjunum. Þá fer sjúkdómur- inn hægt af stað, byrjar með óljósum, léttum einkenn- um, svo sem almennu magnleysi, fölva og höfuðþyngsl- um. Sjúklingurinn er þreyttur, andlega og líkamlega. Meltingin kernst í ólag, einkum verða hægðirnar tregar. A þessu byrjunarstigi, sem staðið getur lengri eða skemmri tíma, yfirsést einatt orsökin. Sjúklingurinn leitar ekki læknis og huggar sig við, að þetta sé einhver ómerkilegur kvilli, sem bráðlega batni af sjálfum sér. Jafnvel lækni getur veitzt erfitt að finna orsökina á byrjunarstigi sjúkdómsins, ef atvinna sjúklingsins leið- ir ekki beinlínis grun að blýeitrun. Smám saman verða einkennin greinilegri og veikin um leið auðþekkjanlegri. Það fara að koma svæsnir verkir um allan kviðinn. Þeir koma í köstum, geta orðið óþolandi sárir, en hjaðna niður og hverfa á milli. Þessi svokallaða blýkveisa er tíðasta fyrirbrigði blýeitrunar og stafar af krömpum í vöðvum meltingar- færanna. Annað einkenni algengt er vöðvalömun. Sjúklingur- inn rnissir mátt í einhverjum líkamshluta og rnegnar ekki að framkvæma eðlilegar hreyfingar. Tíðast verð- ur slík lömun í útlimunum, fyrst og fremst handleggj- um, en einnig í fótum. Annars getur nærri hvaða vöðvi líkamans sem vera skal orðið máttlaus. Eðlilegar hreyfingar augnanna geta þannig takmarkast, vegna lamana einstakra vöðva þeirra. Einnig kemur fyrir lömun í raddböndum og veldur þá hæsi. Eins og annarsstaðar setzt blýið að í miðtauga- kerfinu, heila og mænu, og geta því fyrr eða síöar komiö fram sjúkleg einkenni frá þeim viðkvæmu líf- færum. Höfuðverkur, taugaslen, þunglyndi og jafnvel brjálsemi geta orsakast af blýeitrun, svo og krampaflog og yfirliðaköst. VINNAN 81

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.